Conor McGregor: Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:01 Conor McGregor er að gera betri hluti í viðskiptalífinu en inn í búrinu þessa daga. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur áhuga á því að kaupa Manchester United en það er hins vegar ólíklegt að Glazer fjölskyldan vilji selja. Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn. Enski boltinn MMA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn.
Enski boltinn MMA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira