BBQ kóngurinn: Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. maí 2021 15:31 Alfreð Fannar Björnsson töfrar fram girnilega kjötkássu sem hann steikir í sérstökum grill- steypujárnspotti. Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, sýnir áhorfendum frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn. Alfreð notar ekki bara þessar hefðbundu grillaðferðir heldur er hann óhræddur við það að prófa sig áfram og allskonar tilraunir. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þegar Alfreð töfrar fram svokallaða kúrekakássu sem hann steikir í steypujárnspotti á grillinu. Uppskriftina og aðferðina skref fyrir skref er hægt að nálgast fyrir neðan klippuna. Klippa: BBQ kóngurinn: Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Kássan 500 g nautainnralæri eða chuck skorið í teninga 700 g 20/80 hakk Olía 1 msk SPG-kryddblandan 1-2 lítrar nautasoð Bjór (má sleppa) 1 dós hakkaðir tómatar 1 msk tómatpúrra 1 msk chilliduft 2 msk chipotleduft 1 tsk hvítlauksduft ½ msk broddkúmen ½ tsk cayennepipar ½ tsk salt ½ tsk svartur pipar 1 msk dökkur púðursykur 1-2 lófafyllir eplaviðarspænir eða 1-2 eplaviðarkubba Skraut Sýrður rjómi Rifinn cheddarostur Rautt chilli Fersk steinselja Aðferð Kyndið grillið í 200 gráður. Kryddið kjötið með SPG eða nauta-rub og brúnið í pottinum upp úr olíu yfir hitanum. Bætið við hökkuðum tómötum tómatpúrru, chillidufti, chipotledufti, hvítlauksdufti, broddkúmeni, cayennepipar, salti, svörtum pipar, og púðursykri og lítra af nautasoði. Setjið eplaviðarkubb á kolin eða eplaviðarspænir í reykbakkann. Ef það er lok á pottinum hafið þið pottinn opinn og reykið kássuna. Lækkið hitann og leyfið kássunni að malla. Fylgist með kássunni og bætið á vökvann með nautasoði eða góðum bjór. Eftir um það bil 2-3 klukkutíma ætti kássan að vera tilbúin. Setjið í skál og skreytið með sýrðum rjóma, cheddarosti, chilli og steinselju. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast fleiri klippur girnilegum grilluppskriftum frá BBQ kónginum en fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þættina á Stöð 2+. Beikonvafinn bjórdósaborgari Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Lax á sedrusviðarplanka BBQ kóngurinn Grillréttir Uppskriftir Nautakjöt Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Beikonvafinn bjórdósaborgari sem á eftir að slá í gegn „Við ætlum að gera einn hamborgara sem á heldur betur eftir að slá í gegn hjá öllum grillurum landsins,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í vetur. 10. maí 2021 15:17 BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03 BBQ kóngurinn: Lax á sedrusviðarplanka með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýndi áhorfendum Stöðvar 2 girnilega uppskrift af grilluðum laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins sem var á dagskrá fyrr í vetur. 5. maí 2021 15:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Alfreð notar ekki bara þessar hefðbundu grillaðferðir heldur er hann óhræddur við það að prófa sig áfram og allskonar tilraunir. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þegar Alfreð töfrar fram svokallaða kúrekakássu sem hann steikir í steypujárnspotti á grillinu. Uppskriftina og aðferðina skref fyrir skref er hægt að nálgast fyrir neðan klippuna. Klippa: BBQ kóngurinn: Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Kássan 500 g nautainnralæri eða chuck skorið í teninga 700 g 20/80 hakk Olía 1 msk SPG-kryddblandan 1-2 lítrar nautasoð Bjór (má sleppa) 1 dós hakkaðir tómatar 1 msk tómatpúrra 1 msk chilliduft 2 msk chipotleduft 1 tsk hvítlauksduft ½ msk broddkúmen ½ tsk cayennepipar ½ tsk salt ½ tsk svartur pipar 1 msk dökkur púðursykur 1-2 lófafyllir eplaviðarspænir eða 1-2 eplaviðarkubba Skraut Sýrður rjómi Rifinn cheddarostur Rautt chilli Fersk steinselja Aðferð Kyndið grillið í 200 gráður. Kryddið kjötið með SPG eða nauta-rub og brúnið í pottinum upp úr olíu yfir hitanum. Bætið við hökkuðum tómötum tómatpúrru, chillidufti, chipotledufti, hvítlauksdufti, broddkúmeni, cayennepipar, salti, svörtum pipar, og púðursykri og lítra af nautasoði. Setjið eplaviðarkubb á kolin eða eplaviðarspænir í reykbakkann. Ef það er lok á pottinum hafið þið pottinn opinn og reykið kássuna. Lækkið hitann og leyfið kássunni að malla. Fylgist með kássunni og bætið á vökvann með nautasoði eða góðum bjór. Eftir um það bil 2-3 klukkutíma ætti kássan að vera tilbúin. Setjið í skál og skreytið með sýrðum rjóma, cheddarosti, chilli og steinselju. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast fleiri klippur girnilegum grilluppskriftum frá BBQ kónginum en fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þættina á Stöð 2+. Beikonvafinn bjórdósaborgari Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Lax á sedrusviðarplanka
BBQ kóngurinn Grillréttir Uppskriftir Nautakjöt Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Beikonvafinn bjórdósaborgari sem á eftir að slá í gegn „Við ætlum að gera einn hamborgara sem á heldur betur eftir að slá í gegn hjá öllum grillurum landsins,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í vetur. 10. maí 2021 15:17 BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03 BBQ kóngurinn: Lax á sedrusviðarplanka með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýndi áhorfendum Stöðvar 2 girnilega uppskrift af grilluðum laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins sem var á dagskrá fyrr í vetur. 5. maí 2021 15:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
BBQ kóngurinn: Beikonvafinn bjórdósaborgari sem á eftir að slá í gegn „Við ætlum að gera einn hamborgara sem á heldur betur eftir að slá í gegn hjá öllum grillurum landsins,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í vetur. 10. maí 2021 15:17
BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03
BBQ kóngurinn: Lax á sedrusviðarplanka með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýndi áhorfendum Stöðvar 2 girnilega uppskrift af grilluðum laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins sem var á dagskrá fyrr í vetur. 5. maí 2021 15:30