Vill að sex stig verði dregin af United fyrir að stilla upp B-liði gegn Leicester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 08:30 Margir af þeim leikmönnum sem voru í byrjunarliði Manchester United gegn Leicester City hafa lítið spilað í vetur. getty/Dave Thompson Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sýndi vanvirðingu með liðsvali sínu gegn Leicester City í gær og draga ætti sex stig af liðinu fyrir það. Þetta segir Trevor Sinclair, fyrrverandi leikmaður West Ham United, Manchester City og fleiri liða. Mikið álag er á United um þessar mundir og liðið leikur þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á aðeins sex dögum. Solskjær gerði því tíu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Leicester í gær. United tapaði leiknum, 1-2, sem varð til þess að City varð Englandsmeistari. Sigurinn styrkti líka stöðu Leicester í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Sinclair var ekki par sáttur við liðsval Solskjærs í leiknum í gær og lagði til að sex stig yrðu dregin af United fyrir að stilla upp veiku liði. „Án þess að sýna leikmönnunum sem spiluðu vanvirðingu gerðu þeir tíu breytingar á byrjunarliðinu og þetta var B-liðið. Mér finnst þetta vera vanvirðing og þetta hefur áhrif á baráttuna um Meistaradeildarsæti,“ sagði Sinclair á talkSPORT eftir leikinn. Hann bætti við að úrslit leiksins hefðu mikil áhrif Chelsea, Liverpool, West Ham og Tottenham sem freista þess að komast í Meistaradeildina. „Mér finnst að það ætti að refsa United. Þrjú stig eru ekki nóg því það hefur engin áhrif. Mér finnst í ljósi þess hvernig þeir stilltu upp liðinu að það ætti að draga sex stig af þeim.“ United mætir Liverpool á Old Trafford annað kvöld. United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool í því sjötta. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Mikið álag er á United um þessar mundir og liðið leikur þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á aðeins sex dögum. Solskjær gerði því tíu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Leicester í gær. United tapaði leiknum, 1-2, sem varð til þess að City varð Englandsmeistari. Sigurinn styrkti líka stöðu Leicester í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Sinclair var ekki par sáttur við liðsval Solskjærs í leiknum í gær og lagði til að sex stig yrðu dregin af United fyrir að stilla upp veiku liði. „Án þess að sýna leikmönnunum sem spiluðu vanvirðingu gerðu þeir tíu breytingar á byrjunarliðinu og þetta var B-liðið. Mér finnst þetta vera vanvirðing og þetta hefur áhrif á baráttuna um Meistaradeildarsæti,“ sagði Sinclair á talkSPORT eftir leikinn. Hann bætti við að úrslit leiksins hefðu mikil áhrif Chelsea, Liverpool, West Ham og Tottenham sem freista þess að komast í Meistaradeildina. „Mér finnst að það ætti að refsa United. Þrjú stig eru ekki nóg því það hefur engin áhrif. Mér finnst í ljósi þess hvernig þeir stilltu upp liðinu að það ætti að draga sex stig af þeim.“ United mætir Liverpool á Old Trafford annað kvöld. United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool í því sjötta.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira