Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:41 Landlæknir kynnti Bluetooth-uppfærslu rakningarappsins á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira