„Þetta er bara búið að vera hreint út sagt ömurlegt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2021 23:50 Halldór Guðmundsson leigbílstjóri segist ekki muna eftir jafn slæmu ástandi hjá leigubílstjórum og undanfarið. Vísir/Arnar Leigubílstjórar segja síðastliðið ár hafa verið ömurlegt. Margir hafi hrakist úr starfi og enn sé lítið að gera þrátt fyrir að ferðamönnum sé tekið að fjölga á ný. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið. Fólk er meira heima hjá sér, fer minna út að skemmta sér og samskipti hafa í auknu mæli færst yfir á netið. Þeir sem hafa fundið vel fyrir þessu eru leigubílstjórar. „Þetta er bara búið að vera hreint út sagt ömurlegt alveg. Mjög lítil vinna og maður skilur oft á tíðum ekki á hverju menn lifa. Það er nú sennilega það að menn hafa verið að éta sennilega upp einhverja varasjóði sem þeir hafa átt og lifað á þeim en þetta hefur verið mjög erfitt hjá mörgum,“ segir Halldór Guðmundsson leigubílstjóri og varaformaður Bifreiðarstjórafélagsins Frama. Halldór ók sína fyrstu ferð árið 1982. Síðustu ár hefur hann eingöngu ekið leigubíl á daginn en látið aðra um að aka á nóttunni. Fyrir faraldurinn fór hann að jafnaði fimmtán ferðir á dag en nú eru þær aðeins örfáar. „Ég get trúað að þetta hafi verið 60-70% afföll af vinnu þegar heilt er yfir litið.“ Margir hætt og koma sennilega ekki aftur Þó nokkrir leigubílstjóra hafa hrakist úr starfi og lagt inn leyfin sín. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru innlögð leyfi nú 120 en 534 eru með virkt leyfi á landinu öllu. Halldór segir þó langt því frá alla sem eru með virkt leyfi vera að aka bílum daglega. Þá hafa einhverjir bílstjóranna getað nýtt sér úrræði stjórnvalda síðustu mánuði og aðrir farið á atvinnuleysisbætur. „Margir hætt og koma sennilega ekki aftur. Þannig þetta er búið að vera svona ömurlegt bara ástand.“ Þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna hafi breytt miklu síðustu ár segir Halldór þá ekki jafn stóra viðskiptavini leigubílstjóranna og margir halda en skemmtanalífið skipti bílstjórana miklu máli. „Helgarvinnan hefur byggst mikið upp á því og byggðist mikið upp á því áður fyrr en svo kom túrisminn og við verðum nú eitthvað varir við hann en hann er svona kannski ekki sú búbót sem fólk talar oft um en hann hjálpar til.“ Þá hafi bílstjórar áður oft skutlast með skjöl fyrir fyrirtæki en nú sé nær allt á rafrænu formi. „Þetta voru bréfasendingar og allskonar sendingar hér áður fyrr en þær eru mikið til horfnar.“ Samkomutakmarnir og það að skemmtistaðir og kaffihús loki fyrr en áður hefur mikil áhrif á leigubílstjóra.Vísir/Arnar Verra en eftir hrun Hann segir ýmislegt líkt með hruninu og faraldrinum. „Þetta er verra sko og fyrst eftir að covid kom þá var nánast ekki neitt. Nánast enga vinnu að hafa. Svo lagaðist það í fyrra sumar aðeins en svo bara fór allt á verri veginn í haust þegar þetta blossaði upp aftur.“ Leigubílstjórum stóð sumum ekki á sama að aka um á meðan að kórónuveirusmit voru sem flest í samfélaginu. Þeir óskuðu því eftir að fá forgang þegar kom að bólusetningu sem ekki var orðið við. „Við erum búin að vera alveg í framlínunni og halda uppi þjónustu með fólk. Keyrandi fólk hér í skimanir og frá skimun og jafnvel sjúkt fólk og mér finnst nú kannski að þetta hafi nú ekki verið virt neitt svo mikið eins og með bólusetningarnar.“ Þetta fer mjög hægt af stað Aðspurður um hvort að það sé farið að vera meira að gera hjá leigubílstjórum núna þegar ferðamönnum er tekið að fjölga á ný og fleiri mega koma saman segist hann enn finna lítinn mun. „Ekki get ég sagt það. Þetta fer mjög hægt allavega af stað og það verður þá ekkert fyrr en þetta fer að komast betur í lag þjóðlífið og hlutirnir lagast betur.“ Halldór segir enn lítið að gera þó ferðamönnum sé tekið að fjölga á ný.Vísir/Arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið. Fólk er meira heima hjá sér, fer minna út að skemmta sér og samskipti hafa í auknu mæli færst yfir á netið. Þeir sem hafa fundið vel fyrir þessu eru leigubílstjórar. „Þetta er bara búið að vera hreint út sagt ömurlegt alveg. Mjög lítil vinna og maður skilur oft á tíðum ekki á hverju menn lifa. Það er nú sennilega það að menn hafa verið að éta sennilega upp einhverja varasjóði sem þeir hafa átt og lifað á þeim en þetta hefur verið mjög erfitt hjá mörgum,“ segir Halldór Guðmundsson leigubílstjóri og varaformaður Bifreiðarstjórafélagsins Frama. Halldór ók sína fyrstu ferð árið 1982. Síðustu ár hefur hann eingöngu ekið leigubíl á daginn en látið aðra um að aka á nóttunni. Fyrir faraldurinn fór hann að jafnaði fimmtán ferðir á dag en nú eru þær aðeins örfáar. „Ég get trúað að þetta hafi verið 60-70% afföll af vinnu þegar heilt er yfir litið.“ Margir hætt og koma sennilega ekki aftur Þó nokkrir leigubílstjóra hafa hrakist úr starfi og lagt inn leyfin sín. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru innlögð leyfi nú 120 en 534 eru með virkt leyfi á landinu öllu. Halldór segir þó langt því frá alla sem eru með virkt leyfi vera að aka bílum daglega. Þá hafa einhverjir bílstjóranna getað nýtt sér úrræði stjórnvalda síðustu mánuði og aðrir farið á atvinnuleysisbætur. „Margir hætt og koma sennilega ekki aftur. Þannig þetta er búið að vera svona ömurlegt bara ástand.“ Þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna hafi breytt miklu síðustu ár segir Halldór þá ekki jafn stóra viðskiptavini leigubílstjóranna og margir halda en skemmtanalífið skipti bílstjórana miklu máli. „Helgarvinnan hefur byggst mikið upp á því og byggðist mikið upp á því áður fyrr en svo kom túrisminn og við verðum nú eitthvað varir við hann en hann er svona kannski ekki sú búbót sem fólk talar oft um en hann hjálpar til.“ Þá hafi bílstjórar áður oft skutlast með skjöl fyrir fyrirtæki en nú sé nær allt á rafrænu formi. „Þetta voru bréfasendingar og allskonar sendingar hér áður fyrr en þær eru mikið til horfnar.“ Samkomutakmarnir og það að skemmtistaðir og kaffihús loki fyrr en áður hefur mikil áhrif á leigubílstjóra.Vísir/Arnar Verra en eftir hrun Hann segir ýmislegt líkt með hruninu og faraldrinum. „Þetta er verra sko og fyrst eftir að covid kom þá var nánast ekki neitt. Nánast enga vinnu að hafa. Svo lagaðist það í fyrra sumar aðeins en svo bara fór allt á verri veginn í haust þegar þetta blossaði upp aftur.“ Leigubílstjórum stóð sumum ekki á sama að aka um á meðan að kórónuveirusmit voru sem flest í samfélaginu. Þeir óskuðu því eftir að fá forgang þegar kom að bólusetningu sem ekki var orðið við. „Við erum búin að vera alveg í framlínunni og halda uppi þjónustu með fólk. Keyrandi fólk hér í skimanir og frá skimun og jafnvel sjúkt fólk og mér finnst nú kannski að þetta hafi nú ekki verið virt neitt svo mikið eins og með bólusetningarnar.“ Þetta fer mjög hægt af stað Aðspurður um hvort að það sé farið að vera meira að gera hjá leigubílstjórum núna þegar ferðamönnum er tekið að fjölga á ný og fleiri mega koma saman segist hann enn finna lítinn mun. „Ekki get ég sagt það. Þetta fer mjög hægt allavega af stað og það verður þá ekkert fyrr en þetta fer að komast betur í lag þjóðlífið og hlutirnir lagast betur.“ Halldór segir enn lítið að gera þó ferðamönnum sé tekið að fjölga á ný.Vísir/Arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira