Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 16:00 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. Fannar segir það vera slæmt ef Suðurstrandarvegur myndi lokast vegna þessa, þó hann yrði opnaður aftur um leið og færi gæfist ef allt færi á versta veg. „Það er aldrei að vita hversu langan tíma það tæki að hraunið hætti að renna hérna og storkna. Svo er ekki gott að fá hraun fram í sjó, það fylgja því ýmsar gufur og vandamál sem ekki eru til staðar núna á landi. Þó það sé vissulega gas sem kemur upp, þá eru það aðrar gastegundir sem kynnu að myndast þegar hraunið fer í sjóinn,“ segir Fannar sem ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann um stöðu mála í gær. Hann telur mikilvægt að ráðast í framkvæmdir fyrr en seinna og hafa varnargarðar nú þegar verið hannaðir. „Tæki eiga að vera tilbúin en það er ekkert víst að það sé hægt að bíða mjög lengi eftir því að fara í þessa framkvæmd. Við leggjum mikla áherslu á það og ég veit að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri eru alveg tilbúnir í þetta verkefni, en þetta getur svo sem brostið á fyrr en varir vegna þess að hraunið er óútreiknanlegt.“ Klippa: Viðtal við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík Tilbúin að fara strax í verkefnið Fannar segist ekki telja að verkefnið megi bíða mjög lengi og að bæjaryfirvöld séu tilbúin að samþykkja að ráðast strax í framkvæmdir. Svæðið sé þó vel vaktað, bæði dag og nótt, af mjög færum vísindamönnum. „Menn vita alveg hvernig taumurinn er að færast í átt til suðurs en svo getur hrauntungan allt í einu breytt um stefnu og lagt af stað þarna áleiðis. Það eru ekki nema svona hundrað metrar í haftið og það er nánast á sléttlendi þannig að það þarf ekki mikið út af að bera.“ Aðspurður hvort hann telji fyrirliggjandi hönnun á mannvirkjum duga til að stöðva hraunflæðið segir Fannar treysta hönnuðunum. „Þeir eru að gera ráð fyrir fjögurra metra hæð. Fyrir innan garðinn yrði væntanlega einhver hola líka tekinn þannig að menn vonast til þess að þetta stöðvi framfrásina og hraunið leiti þá annað í staðinn.“ Öryggi fólks skipti þó mestu máli og allar framkvæmdir miði að því að tryggja það. „Það er búið að lyfta grettistaki á þessu svæði við að auka öryggi þess fólks sem er hér á ferðinni. Það var búið að laga þessa neðri brekku og nú er verið að laga efri brekkuna.“ Hægt er að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Fannar segir það vera slæmt ef Suðurstrandarvegur myndi lokast vegna þessa, þó hann yrði opnaður aftur um leið og færi gæfist ef allt færi á versta veg. „Það er aldrei að vita hversu langan tíma það tæki að hraunið hætti að renna hérna og storkna. Svo er ekki gott að fá hraun fram í sjó, það fylgja því ýmsar gufur og vandamál sem ekki eru til staðar núna á landi. Þó það sé vissulega gas sem kemur upp, þá eru það aðrar gastegundir sem kynnu að myndast þegar hraunið fer í sjóinn,“ segir Fannar sem ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann um stöðu mála í gær. Hann telur mikilvægt að ráðast í framkvæmdir fyrr en seinna og hafa varnargarðar nú þegar verið hannaðir. „Tæki eiga að vera tilbúin en það er ekkert víst að það sé hægt að bíða mjög lengi eftir því að fara í þessa framkvæmd. Við leggjum mikla áherslu á það og ég veit að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri eru alveg tilbúnir í þetta verkefni, en þetta getur svo sem brostið á fyrr en varir vegna þess að hraunið er óútreiknanlegt.“ Klippa: Viðtal við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík Tilbúin að fara strax í verkefnið Fannar segist ekki telja að verkefnið megi bíða mjög lengi og að bæjaryfirvöld séu tilbúin að samþykkja að ráðast strax í framkvæmdir. Svæðið sé þó vel vaktað, bæði dag og nótt, af mjög færum vísindamönnum. „Menn vita alveg hvernig taumurinn er að færast í átt til suðurs en svo getur hrauntungan allt í einu breytt um stefnu og lagt af stað þarna áleiðis. Það eru ekki nema svona hundrað metrar í haftið og það er nánast á sléttlendi þannig að það þarf ekki mikið út af að bera.“ Aðspurður hvort hann telji fyrirliggjandi hönnun á mannvirkjum duga til að stöðva hraunflæðið segir Fannar treysta hönnuðunum. „Þeir eru að gera ráð fyrir fjögurra metra hæð. Fyrir innan garðinn yrði væntanlega einhver hola líka tekinn þannig að menn vonast til þess að þetta stöðvi framfrásina og hraunið leiti þá annað í staðinn.“ Öryggi fólks skipti þó mestu máli og allar framkvæmdir miði að því að tryggja það. „Það er búið að lyfta grettistaki á þessu svæði við að auka öryggi þess fólks sem er hér á ferðinni. Það var búið að laga þessa neðri brekku og nú er verið að laga efri brekkuna.“ Hægt er að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54