Sigríður Andersen sækist eftir öðru sæti: „Frelsi gegn helsi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2021 06:45 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hún sækist eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún er nú fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Frá þessu greinir Sigríður í Morgunblaðinu í dag. „Það er ekki bara sem þingmaður og ráðherra í tveimur síðustu ríkisstjórnum sem ég hef haft að leiðarljósi hina sígildu stefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi manna til orðs og æðis. Mér hefur, frá því ég man eftir mér, fundist brýnt að standa vörð um frelsið. Ekki bara þegar vel gengur og allir eru kátir og hressir heldur einmitt þegar sótt er að frelsinu úr öllum áttum með misveigamiklum rökum. Frelsið tapast sjaldan í einni svipan en hægt og bítandi saxast á það ef stjórnlyndi, ótti eða andvaraleysi grefur um sig meðal frjálslyndra manna,“ segir þingmaðurinn meðal annars. „Sem þingmaður hef ég og mun áfram tala fyrir raunhæfum leiðum í samgöngumálum og umhverfismálum, fjölbreyttara rekstrarformi í heilbrigðisþjónustu og lægri álögum á fólk og fyrirtæki. Nú þegar við losnum úr viðjum veirunnar hafa tækifærin til að tala máli heimilanna og atvinnulífsins sjaldan verið betri. Sjálfstæðisflokkurinn á brýnt erindi við kjósendur í haust. Hann þarf að leiða næstu ríkisstjórn á forsendum hinnar sígildu stefnu sinnar um frelsi gegn helsi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að svo verði.“ Sigríður var dómsmálaráðherra á árunum 2017 til 2019 en sagði af sér vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Landsréttarmálið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Frá þessu greinir Sigríður í Morgunblaðinu í dag. „Það er ekki bara sem þingmaður og ráðherra í tveimur síðustu ríkisstjórnum sem ég hef haft að leiðarljósi hina sígildu stefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi manna til orðs og æðis. Mér hefur, frá því ég man eftir mér, fundist brýnt að standa vörð um frelsið. Ekki bara þegar vel gengur og allir eru kátir og hressir heldur einmitt þegar sótt er að frelsinu úr öllum áttum með misveigamiklum rökum. Frelsið tapast sjaldan í einni svipan en hægt og bítandi saxast á það ef stjórnlyndi, ótti eða andvaraleysi grefur um sig meðal frjálslyndra manna,“ segir þingmaðurinn meðal annars. „Sem þingmaður hef ég og mun áfram tala fyrir raunhæfum leiðum í samgöngumálum og umhverfismálum, fjölbreyttara rekstrarformi í heilbrigðisþjónustu og lægri álögum á fólk og fyrirtæki. Nú þegar við losnum úr viðjum veirunnar hafa tækifærin til að tala máli heimilanna og atvinnulífsins sjaldan verið betri. Sjálfstæðisflokkurinn á brýnt erindi við kjósendur í haust. Hann þarf að leiða næstu ríkisstjórn á forsendum hinnar sígildu stefnu sinnar um frelsi gegn helsi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að svo verði.“ Sigríður var dómsmálaráðherra á árunum 2017 til 2019 en sagði af sér vegna Landsréttarmálsins svokallaða.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Landsréttarmálið Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira