„Lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2021 13:32 Þorsteinn hefur lengi talað um eitraða karlmennsku í okkar samfélagi og reynt að opna augu íslenskra karlmanna. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bak við samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein