Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum kynnumst við aðgerðum á gosstöðvunum í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að tjón verði á mannvirkjum vegna hraunflæðis. Við greinum frá stöðunni á Gasa en þar hafa yfir hundrað manns fallið í árásum Ísraelshers undanfarna daga.

Þótt aðeins hafi ringt á þurrkasvæðum hér á landi undanfarinn sólarhring er hættuástand enn í gildi hjá Almannavörnum vegna mögulegra gróðurelda. 

Við heyrum í forsætisráðherra sem vonar að me-too sögur sem komið hafa fram að undanförnu stuðli að raunverulegum samfélagsbreytingum. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. 

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×