„Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2021 19:00 Rakel Garðarsdóttir heimsótti bræðurna í Þvottahúsinu. Skjáskot Eftir að lesa grein um matarsóun árið 2010 byrjaði Rakel Garðarsdóttir að spá mikið í sóun matvæla. Síðan þá hefur hún barist fyrir minni matarsóun hér á landi. „Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira