Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox gengu báðir til liðs við Val frá KR. Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga