Árni Bragi: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina Ester Ósk Árnadóttir skrifar 16. maí 2021 16:35 Árni Bragi Eyjólfsson gekk í raðir KA fyrir rúmu ári og hefur reynst liðinu vel. Mynd/KA Árni Bragi var frábær fyrir KA í dag þegar þeir sigruðu ÍBV á heimavelli með tveimur mörkum, 29-27. Árni með 9 mörk úr 15 skotum. „Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KA Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KA Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira