Telur skynsamlegast að hraðprófa bólusetta ferðamenn eða hætta að skima þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 20:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að vænlegast væri að bólusettir ferðamenn verði hraðprófaðir fyrir kórónuveirunni á landamærum, eða þeir gerðir undanþegnir skimunum, að því gefnu að gögn sýni að þeir greinist almennt ekki jákvæðir við komu til landsins. Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira