Ekki alvöru liðsheild hjá þungum og pirruðum Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 14:02 Valsmenn hafa valdið vonbrigðum í vetur. vísir/vilhelm Vandræði Valsmanna voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gær. Valur tapaði fyrir Stjörnunni, 31-28, í Olís-deild karla á laugardaginn og eftir leikinn talaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, um pirring í sínu liði. „Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
„Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti