Bjartsýn á að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2021 11:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að ráðast í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands í næstu viku. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og tæp 52 prósent fullorðinna hafa fengið eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Síðasti smitlausi dagurinn á Íslandi var fyrir rúmum mánuði, eða 14. apríl. 58 eru í einangrun, en voru 63 í gær. 120 eru í sóttkví en voru 165 í gær. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid, sem er sami fjöldi og í gær. Einn greindist á landamærunum í gær en sá mældist með mótefni við veirunni. 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samtals munu 28 þúsund fá bóluefni í vikunni, en hluti af þeim munu fá seinni sprautuna. Í lok apríl kynnti ríkisstjórnin afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjöldatakmörk miðist við 100 til 1000 manns og miðast verði við eins metra nálægðarreglu ef 50 prósent eða fleiri hafi fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Núverandi reglugerð rennur út 26. maí en hún kveður á um 50 manna fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu, grímunotkun og takmörkun á rekstri fyrirtækja. Forsætisráðherra á von á að áframhaldandi aðgerðir innanlands verði ræddar undir lok vikunnar eða um helgina. „Staðan á faraldrinum er nokkuð góð. Það lítur út fyrir að við höfum náð utan um þessi hópsmit sem hafa komið upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig að ég held að við séum á tiltölulega góðum stað,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þannig að það eru góðar líkur á afléttingum í næstu viku? „Ég er bjartsýn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Síðasti smitlausi dagurinn á Íslandi var fyrir rúmum mánuði, eða 14. apríl. 58 eru í einangrun, en voru 63 í gær. 120 eru í sóttkví en voru 165 í gær. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid, sem er sami fjöldi og í gær. Einn greindist á landamærunum í gær en sá mældist með mótefni við veirunni. 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samtals munu 28 þúsund fá bóluefni í vikunni, en hluti af þeim munu fá seinni sprautuna. Í lok apríl kynnti ríkisstjórnin afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjöldatakmörk miðist við 100 til 1000 manns og miðast verði við eins metra nálægðarreglu ef 50 prósent eða fleiri hafi fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Núverandi reglugerð rennur út 26. maí en hún kveður á um 50 manna fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu, grímunotkun og takmörkun á rekstri fyrirtækja. Forsætisráðherra á von á að áframhaldandi aðgerðir innanlands verði ræddar undir lok vikunnar eða um helgina. „Staðan á faraldrinum er nokkuð góð. Það lítur út fyrir að við höfum náð utan um þessi hópsmit sem hafa komið upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig að ég held að við séum á tiltölulega góðum stað,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þannig að það eru góðar líkur á afléttingum í næstu viku? „Ég er bjartsýn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira