Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 06:16 Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. Landsnet Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu. Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu.
Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira