Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2021 17:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta skipti síðan 14. apríl. „Það er alveg ljóst að við erum að sumu leyti á undan áætlun. Við erum komin með þetta mikið af bólusettum þannig að það gengur mjög vel. Og það að fá núll dag í smitum er frábært þannig að þetta gengur verulega vel. Við erum einnig að ná utan um þessi hópsmit sem hafa verið að dúkka upp víða um land. Þetta lítur það vel út að ég held að við séum reiðubúin að undirbúa næstu afléttingu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hver ætli næstu skref séu? 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samkvæmt afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar þá eiga samkomutakmarkanir að miðast við 100 til 1000 manns ef 50 prósent fullorðinna hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þá skuli einnig miðast við eins metra nálægðarreglu. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mjög stórt bil eins og gefur að skilja,“ segir Svandís og vísar þar í ákvæði í afléttingaráætluninni sem segir til að um að fjöldatakmarkanir skuli miðast við 100 til 1000 manns, en í dag eru samkomur takmarkaðar við 50 manns og tveggja metra reglan í gildi. „Það er svolítið sóttvarnalæknis að gera tillögu til mín innan þessa bils í raun og veru. Svo er það ýmiskonar starfsemi sem er með ákveðna takmarkanir. Við getum nefnt sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og veitingahús og svo framvegis. Þetta er allt undir og við erum að skoða þetta allt saman,“ segir Svandís. Svandís býst við tillögum frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, innan þess ramma sem kveðið er á um í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm En þú segir að sóttvarnalækni eiga að gera tillögu til þín innan þess ramma sem settur er í afléttingaráætluninni. Við erum þá að fara í 100 manna fjöldatakmörkun? „Ég held að það sé nokkuð öruggt að við séum að stíga skrefið upp í það að minnsta kosti. Svo er spurning hvað það þýðir fyrir til að mynda tónleika, menningarlíf og annað slíkt, fyrir þá hversu margir mega vera í hverju hólfi fyrir sig. En við erum tilbúin að taka næsta skref tel ég vera,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur enn sem komið er ekki skilað tillögum til Svandísar um næstu aðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís segir að létt verði á aðgerðum fyrr, og nefnir þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag eftir viku. Ráðherra segir að einhverjir hafi nefnt að í fyllingu tímans þurfi að taka umræðu um grímuskylduna og möguleg skref í þá veru. Verður grímuskyldan með því síðasta til að fara? „Mér sýnist það að mörgu leyti, hún vera það. En þá er líka spurningin líka, grímuskylda á hvaða stöðum? Það er eitthvað sem við höfum aðeins verið að ræða og snerta á. Við sjáum ákveðin tilvik þar sem grímuskylda er mikilvæg, þar sem stutt bil er á milli fólks í merktum sætum þar sem fólk situr svolítið lengi. Við erum til dæmis að tala um þjónustu þar sem sá sem er að veita þjónustuna er mjög nálægt, á rakarastofum og þvíumlíkt. Það kann að vera að það sé rétt að taka skref um grímuskylduna í einhverjum áföngum.“ Ríkisstjórnin kemur saman á föstudag og býst Svandís við að tilkynna um nánari útfærslur á næstu aðgerðum eftir þann fund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta skipti síðan 14. apríl. „Það er alveg ljóst að við erum að sumu leyti á undan áætlun. Við erum komin með þetta mikið af bólusettum þannig að það gengur mjög vel. Og það að fá núll dag í smitum er frábært þannig að þetta gengur verulega vel. Við erum einnig að ná utan um þessi hópsmit sem hafa verið að dúkka upp víða um land. Þetta lítur það vel út að ég held að við séum reiðubúin að undirbúa næstu afléttingu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hver ætli næstu skref séu? 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samkvæmt afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar þá eiga samkomutakmarkanir að miðast við 100 til 1000 manns ef 50 prósent fullorðinna hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þá skuli einnig miðast við eins metra nálægðarreglu. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mjög stórt bil eins og gefur að skilja,“ segir Svandís og vísar þar í ákvæði í afléttingaráætluninni sem segir til að um að fjöldatakmarkanir skuli miðast við 100 til 1000 manns, en í dag eru samkomur takmarkaðar við 50 manns og tveggja metra reglan í gildi. „Það er svolítið sóttvarnalæknis að gera tillögu til mín innan þessa bils í raun og veru. Svo er það ýmiskonar starfsemi sem er með ákveðna takmarkanir. Við getum nefnt sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og veitingahús og svo framvegis. Þetta er allt undir og við erum að skoða þetta allt saman,“ segir Svandís. Svandís býst við tillögum frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, innan þess ramma sem kveðið er á um í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm En þú segir að sóttvarnalækni eiga að gera tillögu til þín innan þess ramma sem settur er í afléttingaráætluninni. Við erum þá að fara í 100 manna fjöldatakmörkun? „Ég held að það sé nokkuð öruggt að við séum að stíga skrefið upp í það að minnsta kosti. Svo er spurning hvað það þýðir fyrir til að mynda tónleika, menningarlíf og annað slíkt, fyrir þá hversu margir mega vera í hverju hólfi fyrir sig. En við erum tilbúin að taka næsta skref tel ég vera,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur enn sem komið er ekki skilað tillögum til Svandísar um næstu aðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís segir að létt verði á aðgerðum fyrr, og nefnir þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag eftir viku. Ráðherra segir að einhverjir hafi nefnt að í fyllingu tímans þurfi að taka umræðu um grímuskylduna og möguleg skref í þá veru. Verður grímuskyldan með því síðasta til að fara? „Mér sýnist það að mörgu leyti, hún vera það. En þá er líka spurningin líka, grímuskylda á hvaða stöðum? Það er eitthvað sem við höfum aðeins verið að ræða og snerta á. Við sjáum ákveðin tilvik þar sem grímuskylda er mikilvæg, þar sem stutt bil er á milli fólks í merktum sætum þar sem fólk situr svolítið lengi. Við erum til dæmis að tala um þjónustu þar sem sá sem er að veita þjónustuna er mjög nálægt, á rakarastofum og þvíumlíkt. Það kann að vera að það sé rétt að taka skref um grímuskylduna í einhverjum áföngum.“ Ríkisstjórnin kemur saman á föstudag og býst Svandís við að tilkynna um nánari útfærslur á næstu aðgerðum eftir þann fund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira