Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 10:33 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár sem birtar voru í gær. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan hækkaði um 3,3% milli febrúar og mars en greint var frá því á dögunum að mistök hafi verið gerð við birtingu vísitölunnar í apríl þegar Þjóðskrá gaf út að hún hafi hækkað um 1,6% eða mun minna en raunin var. Er raunveruleg hækkun milli mánaða sú mesta sem mælst hefur frá því í maí 2007. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vanmetið hækkun á sérbýli Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur og færu í 1%. Fram kom í yfirlýsingu nefndarinnar að miklar hækkanir húsnæðisverðs hafi meðal annarra þátta ýtt undir verðbólguþrýsting en ársverðbólga hefur ekki mælst hærri í átta ár. Sérbýli hækkaði um 4,9% milli mánaða í mars og fjölbýli um 2,8%. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að útlit sé fyrir að hækkun á sérbýli hafi verið verulega vanmetin hjá Þjóðskrá. Áður bentu gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að spenna væri mest á markaði fyrir sérbýli þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir voru að seljast þar yfir ásettu verði. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um 10,5% milli ára í ár. „Miðað við hækkunartaktinn undanfarna tvo mánuði kann sú spá að virðast í lægri kantinum en hún gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni beita stýritækjum sínum til að reyna að slá á þá spennu sem nú virðist ríkja á fasteignamarkaðnum,“ segir í Hagsjá bankans. Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár sem birtar voru í gær. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan hækkaði um 3,3% milli febrúar og mars en greint var frá því á dögunum að mistök hafi verið gerð við birtingu vísitölunnar í apríl þegar Þjóðskrá gaf út að hún hafi hækkað um 1,6% eða mun minna en raunin var. Er raunveruleg hækkun milli mánaða sú mesta sem mælst hefur frá því í maí 2007. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vanmetið hækkun á sérbýli Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur og færu í 1%. Fram kom í yfirlýsingu nefndarinnar að miklar hækkanir húsnæðisverðs hafi meðal annarra þátta ýtt undir verðbólguþrýsting en ársverðbólga hefur ekki mælst hærri í átta ár. Sérbýli hækkaði um 4,9% milli mánaða í mars og fjölbýli um 2,8%. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að útlit sé fyrir að hækkun á sérbýli hafi verið verulega vanmetin hjá Þjóðskrá. Áður bentu gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að spenna væri mest á markaði fyrir sérbýli þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir voru að seljast þar yfir ásettu verði. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um 10,5% milli ára í ár. „Miðað við hækkunartaktinn undanfarna tvo mánuði kann sú spá að virðast í lægri kantinum en hún gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni beita stýritækjum sínum til að reyna að slá á þá spennu sem nú virðist ríkja á fasteignamarkaðnum,“ segir í Hagsjá bankans.
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34
Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59