„Charlie bit my finger“ myndbandið til sölu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:31 Charlie bit my finger hefur verið mjög langlíft jarm en upprunalega myndbandið var fjarlægt af YouTube í gær. Youtube/skjáskot „Charlie bit my finger!“ er líklega einn þeirra frasa sem flestir, sem vöfruðu um internetið árið 2007, kannast við. Frasinn heyrðist fyrst í myndbandi, sem fór eins og eldur um sinu um netið, þar sem sjá má Charlie bíta bróður sinn Harry í fingurinn. Myndbandið vakti mikla lukku á sínum tíma og hefur vafalaust lifað í minningu margra en myndbandið hefur verið spilað meira en 880 milljón sinnum á YouTube. Nú hefur fjölskylda drengjanna ákveðið að taka myndbandið af YouTube og selja það á uppboði. Búið er að fjarlægja upprunalega myndbandið af YouTube en hægt er að sjá afrit af því hér: Selja á myndbandið sem NFT, sem stendur fyrir non-fungible token á ensku. Það þýðir að hluturinn sem þú eignast, í þessu tilfelli myndbandið, er erfitt að skipta út eða selja. NFT eru yfirleitt upprunalegar útgáfur af frægum myndböndum, jörmum eða tístum sem hægt er að selja eins og þau séu listaverk. Myndbandið var upprunalega birt á YouTube af Howard, pabba Charlie og Harry, árið 2007. Ástæðan var sú að hann gat ekki sent guðforeldrum drengjanna myndbandið í tölvupósti, en þau voru þá búsett í Bandaríkjunum. Strákarnir eru nú 17 og 15 ára og segir pabbi þeirra að nýtt tímabil í lífi þeirra sé að hefjast, þar sem þeir séu við það að verða fullorðnir. Þetta sé því rétti tíminn til þess að taka þetta skref. Sá sem mun að lokum fá að kaupa myndbandið á uppboðinu mun fá tækifæri til að endurgera myndbandið með Harry og Charlie. Hér er afrit af Disaster Girl jarminu.Vísir Uppboðið hefst þann 22. maí næstkomandi og talið er nokkuð líklegt að myndbandið muni seljast fyrir mjög háar fjárhæðir. Til dæmis má nefna „Disaster Girl“ jarmið, sem er mynd af ungri stelpu brosandi fyrir framan brennandi hús, en það jarm var selt nýlega sem NFT fyrir 473 þúsund Bandaríkjadali, eða um 58,4 milljónir króna. Samfélagsmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Myndbandið vakti mikla lukku á sínum tíma og hefur vafalaust lifað í minningu margra en myndbandið hefur verið spilað meira en 880 milljón sinnum á YouTube. Nú hefur fjölskylda drengjanna ákveðið að taka myndbandið af YouTube og selja það á uppboði. Búið er að fjarlægja upprunalega myndbandið af YouTube en hægt er að sjá afrit af því hér: Selja á myndbandið sem NFT, sem stendur fyrir non-fungible token á ensku. Það þýðir að hluturinn sem þú eignast, í þessu tilfelli myndbandið, er erfitt að skipta út eða selja. NFT eru yfirleitt upprunalegar útgáfur af frægum myndböndum, jörmum eða tístum sem hægt er að selja eins og þau séu listaverk. Myndbandið var upprunalega birt á YouTube af Howard, pabba Charlie og Harry, árið 2007. Ástæðan var sú að hann gat ekki sent guðforeldrum drengjanna myndbandið í tölvupósti, en þau voru þá búsett í Bandaríkjunum. Strákarnir eru nú 17 og 15 ára og segir pabbi þeirra að nýtt tímabil í lífi þeirra sé að hefjast, þar sem þeir séu við það að verða fullorðnir. Þetta sé því rétti tíminn til þess að taka þetta skref. Sá sem mun að lokum fá að kaupa myndbandið á uppboðinu mun fá tækifæri til að endurgera myndbandið með Harry og Charlie. Hér er afrit af Disaster Girl jarminu.Vísir Uppboðið hefst þann 22. maí næstkomandi og talið er nokkuð líklegt að myndbandið muni seljast fyrir mjög háar fjárhæðir. Til dæmis má nefna „Disaster Girl“ jarmið, sem er mynd af ungri stelpu brosandi fyrir framan brennandi hús, en það jarm var selt nýlega sem NFT fyrir 473 þúsund Bandaríkjadali, eða um 58,4 milljónir króna.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira