Sigurlíkurnar fara þverrandi eftir hörmungar á elleftu stundu Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 23:25 Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson hafa beðið þess að stíga á svið á Eurovision í tvö ár. Þeim verður ekki að ósk sinni í bili. Gísli Berg Veðbankarnir hafa ekki tekið vel í tíðindin af örlögum íslenska Eurovision-hópsins, sem tilkynnti í dag að hann myndi ekki stíga á svið í keppninni vegna kórónuveirusmits meðlims í hljómsveitinni. Daði og Gagnamagnið hafa undanfarna daga mælst í fjórða sæti þegar löndunum er raðað eftir vinningslíkum í veðbönkum. Nú hefur hljómsveitin fallið niður um tvö sæti í sjötta sæti, með aðeins um 6% sigurlíkur, að því er segir á Eurovision World. Upptaka af annarri æfingu sveitarinnar verður notuð í undankeppninni annað kvöld og á aðalkeppninni ef til þess kemur. Daði Freyr ásamt Jóhanni Sigurði Jóhannssyni, sem er smitaður af Covid-19. Smitið kom líklega upp á hótelinu.Gísli Berg Á BBC er fjallað um málið og Eurovision-fréttamaður þeirra skrifar að þetta hljóti að vera þungt högg fyrir Daða og félaga, sem hafi verið að bíða eftir stóru stundinni í tvö ár. Daily Express talar um ringulreið eftir kórónuveirusmit hljómsveitarmeðlimsins og slær því upp í fyrirsögn að Ísland sé dottið út eftir „hörmungar á elleftu stundu.“ Hörmungar er lýsing sem íslenska sendinefndin tæki sennilegast undir. Jóhann Sigurður Jóhannsson, sá sem smitaðist, rakti raunir sínar á Instagram í gær og brast þar í grát þegar hann sagði frá því áfalli sem tíðindin hefðu haft í för með sér. Ljóst er að Íslendingar taka þrátt fyrir allt áfram þátt í Eurovision og dagskráin verður á sínum stað annað kvöld. Gísli Marteinn Baldursson verður þar þulur frá hótelherbergi sínu í Rotterdam, allt saman beint úr sóttkvínni. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Daði og Gagnamagnið hafa undanfarna daga mælst í fjórða sæti þegar löndunum er raðað eftir vinningslíkum í veðbönkum. Nú hefur hljómsveitin fallið niður um tvö sæti í sjötta sæti, með aðeins um 6% sigurlíkur, að því er segir á Eurovision World. Upptaka af annarri æfingu sveitarinnar verður notuð í undankeppninni annað kvöld og á aðalkeppninni ef til þess kemur. Daði Freyr ásamt Jóhanni Sigurði Jóhannssyni, sem er smitaður af Covid-19. Smitið kom líklega upp á hótelinu.Gísli Berg Á BBC er fjallað um málið og Eurovision-fréttamaður þeirra skrifar að þetta hljóti að vera þungt högg fyrir Daða og félaga, sem hafi verið að bíða eftir stóru stundinni í tvö ár. Daily Express talar um ringulreið eftir kórónuveirusmit hljómsveitarmeðlimsins og slær því upp í fyrirsögn að Ísland sé dottið út eftir „hörmungar á elleftu stundu.“ Hörmungar er lýsing sem íslenska sendinefndin tæki sennilegast undir. Jóhann Sigurður Jóhannsson, sá sem smitaðist, rakti raunir sínar á Instagram í gær og brast þar í grát þegar hann sagði frá því áfalli sem tíðindin hefðu haft í för með sér. Ljóst er að Íslendingar taka þrátt fyrir allt áfram þátt í Eurovision og dagskráin verður á sínum stað annað kvöld. Gísli Marteinn Baldursson verður þar þulur frá hótelherbergi sínu í Rotterdam, allt saman beint úr sóttkvínni.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira