Innlent

Leystu upp 200 manna unglingasamkomu í Guðmundarlundi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar í miðborginni.
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar í miðborginni. Vísir/Vilhelm

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu unglingasamkomu í Guðmundarlundi, þar sem um 200 einstaklingar voru saman komnir. 

Margar bifreiðar voru á svæðinu en ungmennin fljót að láta sig hverfa þegar lögregla kom.

Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingum í annarlegu ástandi í gærkvöldi og nótt. Tveir voru til að mynda handteknir í hverfi 112 grunaðir um húsbrot, þjófnað, eignaspjöll og vörslu fíkniefna.

Þá var kona í annarlegu ástandi handtekin í miðborginni eftir miðnætti. Hún sinnti ekki fyrirmælum lögreglu og reyndi ítrekað að sparka í lögreglumenn. Var hún vistuð í fangageymslu.

Í miðborginni var einnig tilkynnt um þjófnað í verslun og afskipti höfð af manni sem grunaður er um hnupl. Mun hann hafa verið með læti við starfsfólk þegar hann var stöðvaður.

Rétt fyrir miðnætti var lögregla kölluð til vegna slagsmála í miðbænum. Tveir eru grunaðir um líkamsárás en áverkar sagðir minniháttar. Annar mannanna er grunaður um vörslu fíkniefna.

Lögregla stöðvaði nokkra ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×