Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:31 Dustin Johnson þykir líklegur til afreka á PGA meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. getty/Maddie Meyer Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Sjá meira
Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Sjá meira