Bretarnir gætu notið sín í vindinum á einum erfiðasta velli heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 15:31 Rory McIlroy vann loks mót fyrir tveimur vikum og mætir fullur sjálfstrausts til leiks á PGA meistaramótinu. getty/Jamie Squire Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, kveðst afar spenntur fyrir PGA meistaramótinu sem hefst í dag. Leikið er á Kiawah Island vellinum í Suður-Karólínu sem er ógnarlangur og mjög erfiður. „Völlurinn er krefjandi og þetta er einn af erfiðustu golfvöllum sem leikið er á. Hæsta tala sem hægt er að fara í erfiðleikstuðli golfvalla er 155. Þessi völlur er 155. Þetta er einn erfiðasti völlur sem leikið er á,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég hlakka svakalega til að horfa á allra bestu karlkylfingana glíma við svona erfiðan völl.“ Klippa: Þorsteinn um PGA meistaramótið Þorsteinn segir að sigurvegari PGA meistaramótsins gæti komið úr óvæntri átt. „Það gæti alveg farið svo því völlurinn er erfiður. Hann er við sjóinn og það gæti verið vindur. Það eru margir sem telja að það gæti hentað einhverjum Bretum. Þeir þekkja vindinn þannig að við gætum séð eitthvað óvænt,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ágætis trú á Rory McIlroy sem vann loks mót um þarsíðustu helgi eftir eins og hálfs árs bið. „Hann vann síðasta mót sem hann tók þátt í fyrir tveimur vikum. Jordan Spieth hefur leikið vel sem og margir aðrir. Justin Thomas, Jon Rahm og Brooks Koepka leikur venjulega vel á þessum stóru mótum,“ sagði Þorsteinn. Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa á titil að verja en hann hrósaði sigri á PGA meistaramótinu á síðasta ári. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
„Völlurinn er krefjandi og þetta er einn af erfiðustu golfvöllum sem leikið er á. Hæsta tala sem hægt er að fara í erfiðleikstuðli golfvalla er 155. Þessi völlur er 155. Þetta er einn erfiðasti völlur sem leikið er á,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég hlakka svakalega til að horfa á allra bestu karlkylfingana glíma við svona erfiðan völl.“ Klippa: Þorsteinn um PGA meistaramótið Þorsteinn segir að sigurvegari PGA meistaramótsins gæti komið úr óvæntri átt. „Það gæti alveg farið svo því völlurinn er erfiður. Hann er við sjóinn og það gæti verið vindur. Það eru margir sem telja að það gæti hentað einhverjum Bretum. Þeir þekkja vindinn þannig að við gætum séð eitthvað óvænt,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ágætis trú á Rory McIlroy sem vann loks mót um þarsíðustu helgi eftir eins og hálfs árs bið. „Hann vann síðasta mót sem hann tók þátt í fyrir tveimur vikum. Jordan Spieth hefur leikið vel sem og margir aðrir. Justin Thomas, Jon Rahm og Brooks Koepka leikur venjulega vel á þessum stóru mótum,“ sagði Þorsteinn. Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa á titil að verja en hann hrósaði sigri á PGA meistaramótinu á síðasta ári. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31