Bretarnir gætu notið sín í vindinum á einum erfiðasta velli heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 15:31 Rory McIlroy vann loks mót fyrir tveimur vikum og mætir fullur sjálfstrausts til leiks á PGA meistaramótinu. getty/Jamie Squire Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, kveðst afar spenntur fyrir PGA meistaramótinu sem hefst í dag. Leikið er á Kiawah Island vellinum í Suður-Karólínu sem er ógnarlangur og mjög erfiður. „Völlurinn er krefjandi og þetta er einn af erfiðustu golfvöllum sem leikið er á. Hæsta tala sem hægt er að fara í erfiðleikstuðli golfvalla er 155. Þessi völlur er 155. Þetta er einn erfiðasti völlur sem leikið er á,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég hlakka svakalega til að horfa á allra bestu karlkylfingana glíma við svona erfiðan völl.“ Klippa: Þorsteinn um PGA meistaramótið Þorsteinn segir að sigurvegari PGA meistaramótsins gæti komið úr óvæntri átt. „Það gæti alveg farið svo því völlurinn er erfiður. Hann er við sjóinn og það gæti verið vindur. Það eru margir sem telja að það gæti hentað einhverjum Bretum. Þeir þekkja vindinn þannig að við gætum séð eitthvað óvænt,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ágætis trú á Rory McIlroy sem vann loks mót um þarsíðustu helgi eftir eins og hálfs árs bið. „Hann vann síðasta mót sem hann tók þátt í fyrir tveimur vikum. Jordan Spieth hefur leikið vel sem og margir aðrir. Justin Thomas, Jon Rahm og Brooks Koepka leikur venjulega vel á þessum stóru mótum,“ sagði Þorsteinn. Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa á titil að verja en hann hrósaði sigri á PGA meistaramótinu á síðasta ári. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Völlurinn er krefjandi og þetta er einn af erfiðustu golfvöllum sem leikið er á. Hæsta tala sem hægt er að fara í erfiðleikstuðli golfvalla er 155. Þessi völlur er 155. Þetta er einn erfiðasti völlur sem leikið er á,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég hlakka svakalega til að horfa á allra bestu karlkylfingana glíma við svona erfiðan völl.“ Klippa: Þorsteinn um PGA meistaramótið Þorsteinn segir að sigurvegari PGA meistaramótsins gæti komið úr óvæntri átt. „Það gæti alveg farið svo því völlurinn er erfiður. Hann er við sjóinn og það gæti verið vindur. Það eru margir sem telja að það gæti hentað einhverjum Bretum. Þeir þekkja vindinn þannig að við gætum séð eitthvað óvænt,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ágætis trú á Rory McIlroy sem vann loks mót um þarsíðustu helgi eftir eins og hálfs árs bið. „Hann vann síðasta mót sem hann tók þátt í fyrir tveimur vikum. Jordan Spieth hefur leikið vel sem og margir aðrir. Justin Thomas, Jon Rahm og Brooks Koepka leikur venjulega vel á þessum stóru mótum,“ sagði Þorsteinn. Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa á titil að verja en hann hrósaði sigri á PGA meistaramótinu á síðasta ári. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31