Liverpool liðið nær öruggt með að vinna „titil“ á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:30 Mohamed Salah heldur fram sakleysi sínu við Martin Atkinson dómara en Liverpool menn eru þeir prúðustu í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/Shaun Botterill Liverpool þarf einn sigur í viðbót til að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en aðeins mikil spjaldafyllerí í lokaleiknum kemur í veg fyrir að liðið vinni einn „titil“. Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira