„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2021 10:49 Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson. „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ Þannig hljóðar tölvupóstur sem Margrét Ólafsdóttir, ritari Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, skrifaði Þorbirni Þórðarsyni, fyrrverandi blaðamanni og núverandi almannatengli fyrirtækisins. „Frábært að vita af þessu. Ég vista númerið hans og netfang. Mér finnst mjög líklegt að þetta nýtist,“ svaraði Þorbjörn. Frá þessu greinir Kjarninn en Kjarninn og Stundin greina í dag frá skipulagðri herferð Samherja til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri og ófrægja meinta andstæðinga. Umfjöllunin byggir meðal annars á tölvupóstsamskiptum og samtölum milli einstaklinga í spjallforriti. Í samskiptum við Kjarnann segir lögmaður Samherja að umræddum gögnum hafi verið stolið af tölvu og síma Páls og að hann hafi kært málið til lögreglu. Leiðbeindi Páli hvernig mætti fjarlægja „stafræn fingraför“ Í umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar er greint frá því hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á til dæmis blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Þar kemur fram að pistlar, sem fengust meðal annars birtir á Vísi, voru sendir inn undir nafni Páls Steingrímssonar en að stórum hluta samdir af Þorbirni Þórðarsyni. Margar greinar hafa birst um Samherjamálið undir nafni Páls en umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar bendir til þess að skipulagður hópur, sem kallaði sig „skæruliðadeild Samherja, hafi verið á bak við þær. Sumarið 2020 unnu til dæmis Þorbjörn og Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, að því að uppfæra drög að grein sem var birt undir fyrirsögninni „Ritsóðinn Helgi Seljan“. Var hún merkt Páli Steingrímssyni. Í sumum tilvikum virðist Páll raunar aðeins hafa átt örlítinn hluta þess texta sem birtist. Annað dæmi, sem Kjarninn tekur, er grein sem bar yfirskriftina „Hvar eru störfin sem glötuðust í Namibíu“. Hún er merkt Páli en Þorbjörn sagði um skrifin í pósti til Páls: „Þessi pistill er hugsaður fyrir Vísi. Ég ætla að senda þetta á mennina og fá álit þeirra. Svo þegar við höfum fengið grænt ljós þá sendir þú pistilinn inn.“ Þess má geta að Þorbjörn virðist hafa leiðbeint Páli hvernig hann ætti að „fela starfræn fingraför Þorbjarnar á greininni“, líkt og segir hjá Kjarnanum. „Nú þarf að snúa og svo salta í sárið“ Samkvæmt umfjöllun Kjarnans voru menn ekki sammála hversu langt ætti að ganga. Páll og Arna eru sögð hafa viljað teygja sig lengra en aðrir og Arna hafi kvartað yfir karlrembu. Sagði hún „þá“ hrædda við sterkar konur. Snemma á þessu ári eiga sér stað samskipti milli Páls og Örnu þar sem Páll sakar Björgólf Jóhannsson og Þorbjörn um að „reyna að gera sig breiða“ og eigna sér hugmyndir frá öðrum. Arna svara og segir „aðkeyptu mennina“ ekkert hafa til málanna að leggja. „Ég hata þessa typpakeppni,“ segir hún. Síðasta greinin sem birtist var skrifuð af Páli en Arna bætti við hana, áður en hún var svo send Björgólfi til yfirlestrar. Björgólfur var þá hættur sem forstjóri Samherja og Þorsteinn tekinn aftur við. Samkvæmt Kjarnanum var greinin svo endurskrifuð af Þorbirni og send Páli, til að hann gæti sent hana inn. Greinin birtist á Vísi 29. mars síðastliðinn. Eftir það átti sér stað samtal milli Örnu og Páls þar sem þau ræddu að enn væri nóg að moða úr til að koma höggi á RÚV. „Við erum búin að stinga. Nú þarf að snúa og svo salta í sárið,“ hefur Kjarninn eftir Örnu. Umfjöllun Kjarnans. Umfjöllun Stundarinnar. Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Þannig hljóðar tölvupóstur sem Margrét Ólafsdóttir, ritari Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, skrifaði Þorbirni Þórðarsyni, fyrrverandi blaðamanni og núverandi almannatengli fyrirtækisins. „Frábært að vita af þessu. Ég vista númerið hans og netfang. Mér finnst mjög líklegt að þetta nýtist,“ svaraði Þorbjörn. Frá þessu greinir Kjarninn en Kjarninn og Stundin greina í dag frá skipulagðri herferð Samherja til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri og ófrægja meinta andstæðinga. Umfjöllunin byggir meðal annars á tölvupóstsamskiptum og samtölum milli einstaklinga í spjallforriti. Í samskiptum við Kjarnann segir lögmaður Samherja að umræddum gögnum hafi verið stolið af tölvu og síma Páls og að hann hafi kært málið til lögreglu. Leiðbeindi Páli hvernig mætti fjarlægja „stafræn fingraför“ Í umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar er greint frá því hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á til dæmis blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Þar kemur fram að pistlar, sem fengust meðal annars birtir á Vísi, voru sendir inn undir nafni Páls Steingrímssonar en að stórum hluta samdir af Þorbirni Þórðarsyni. Margar greinar hafa birst um Samherjamálið undir nafni Páls en umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar bendir til þess að skipulagður hópur, sem kallaði sig „skæruliðadeild Samherja, hafi verið á bak við þær. Sumarið 2020 unnu til dæmis Þorbjörn og Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, að því að uppfæra drög að grein sem var birt undir fyrirsögninni „Ritsóðinn Helgi Seljan“. Var hún merkt Páli Steingrímssyni. Í sumum tilvikum virðist Páll raunar aðeins hafa átt örlítinn hluta þess texta sem birtist. Annað dæmi, sem Kjarninn tekur, er grein sem bar yfirskriftina „Hvar eru störfin sem glötuðust í Namibíu“. Hún er merkt Páli en Þorbjörn sagði um skrifin í pósti til Páls: „Þessi pistill er hugsaður fyrir Vísi. Ég ætla að senda þetta á mennina og fá álit þeirra. Svo þegar við höfum fengið grænt ljós þá sendir þú pistilinn inn.“ Þess má geta að Þorbjörn virðist hafa leiðbeint Páli hvernig hann ætti að „fela starfræn fingraför Þorbjarnar á greininni“, líkt og segir hjá Kjarnanum. „Nú þarf að snúa og svo salta í sárið“ Samkvæmt umfjöllun Kjarnans voru menn ekki sammála hversu langt ætti að ganga. Páll og Arna eru sögð hafa viljað teygja sig lengra en aðrir og Arna hafi kvartað yfir karlrembu. Sagði hún „þá“ hrædda við sterkar konur. Snemma á þessu ári eiga sér stað samskipti milli Páls og Örnu þar sem Páll sakar Björgólf Jóhannsson og Þorbjörn um að „reyna að gera sig breiða“ og eigna sér hugmyndir frá öðrum. Arna svara og segir „aðkeyptu mennina“ ekkert hafa til málanna að leggja. „Ég hata þessa typpakeppni,“ segir hún. Síðasta greinin sem birtist var skrifuð af Páli en Arna bætti við hana, áður en hún var svo send Björgólfi til yfirlestrar. Björgólfur var þá hættur sem forstjóri Samherja og Þorsteinn tekinn aftur við. Samkvæmt Kjarnanum var greinin svo endurskrifuð af Þorbirni og send Páli, til að hann gæti sent hana inn. Greinin birtist á Vísi 29. mars síðastliðinn. Eftir það átti sér stað samtal milli Örnu og Páls þar sem þau ræddu að enn væri nóg að moða úr til að koma höggi á RÚV. „Við erum búin að stinga. Nú þarf að snúa og svo salta í sárið,“ hefur Kjarninn eftir Örnu. Umfjöllun Kjarnans. Umfjöllun Stundarinnar.
Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira