Eurovisionvaktin: Sögulegt kvöld hjá Íslandi hvernig sem fer Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2021 17:01 Ísland er númer tólf í röðinni í Ahoy-höllinni í kvöld. Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Eurovision Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira