Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 32-20 | Stórsigur í Safamýri en Fram kemst ekki í úrslitakeppnina Dagbjört Lena skrifar 24. maí 2021 18:25 Fram - Þór Akureyri Olis deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fram vann virkilega öruggan tólf marka sigur á Gróttu í dag, 32-20 en þeir voru með yfirhöndina alveg frá fyrstu mínútu. Fram komust strax fjórum mörkum yfir á fyrstu fimm mínútum leiksins og héldu þeir forystu það sem eftir var leiks. Framarar hafa átt erfitt með varnarleik síðustu vikur en það mátti ekki sjá það á þeim í dag. Þeir stilltu virkilega vel upp í vörninni sem gerði það að verkum að markvarslan í dag var hreint út sagt mjög góð. Eftir fimmtán mínútna leik voru Gróttumenn ekki búnir að skora nema tvö mörk og tók því Arnar Daði leikhlé þegar fyrri hálfleikur var rétt um hálfnaður. Grótta lifnuðu aðeins við eftir það en náðu aldrei að minnka muninn í minna en þrjú mörk. Þegar hálfleikur gengur í garð höfðu Grótta náð að bæta við sig níu mörkum og var staðan í hálfleik 14-11, Fram í vil. Það mátti sjá allt sjálfstraust fara úr Gróttu við byrjun seinni hálfleiks en Fram tóku öll völd og komust í átta marka forystu um miðjan seinni hálfleik. Grótta náði aldrei í hælanna á þeim og var eins og þeir höfðu bara gefið upp öndina. Þeir fóru að tapa boltanum sí meira og komu mörg skot upp úr engu. Framarar voru fljótir að hlaupa í sókn og refsa þeim. Fram voru mun grimmari í vörninni og voru fljótari til baka heldur en Grótta. Þeir síðarnefndu höfðu skilið allt sjálfstraust eftir inni í klefa í hálfleik sem varð til þess að þeir töpuðu með tólf mörkum, 32-20. Af hverju vann Fram? Fram voru mun agaðari í dag sem og voru þyrstari í sigurinn. Þeir voru með frábæran varnarleik allan tímann og gáfu ekkert eftir. Markvarslan var töluvert betri hjá heimamönnum sem og sóknarleikurinn. Þeir stilltu vel upp í kerfi og náðu að skapa sér yfirtölu í mörgum sóknum. Fram voru duglegri að keyra í sókn og til baka sem skilaði þeim góðri forystu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fram voru það Lárus Helgi Ólafsson og Andri Már Rúnarsson sem stóðu upp úr. Lárus átti virkilega flottan leik í markinu í dag og tók marga mikilvæga bolta fyrir sitt lið. Hann varði fimmtán bolta í dag sem skilaði honum 45% markvörslu. Andri Már Rúnarsson lék frábærlega í dag en hann var markahæstur í leiknum með níu mörk. Hann spilaði virkilega vel og var lykilmaður í sókn Fram í dag en hann skapaði góð færi fyrir sitt lið og fiskaði meðal annars tvö víti. Í liði Gróttu voru Ágúst Emil Grétarsson og Ólafur Brim Stefánsson markahæstir með sitthvor fjögur mörkin. Ágúst Emil var með 100% nýtingu og kom með virkilega flott tilþrif í leiknum. Hvað gekk illa? Gróttumenn voru ekki alveg að finna sig í dag. Þeir komust strax fjórum mörkum undir á fyrstu fimm mínútunum og má segja að það hafi skapað örlög leiksins. Þeir misstu niður allt sjálfsöryggi í hálfleik og fór klaufaskapur að einkenna leik þeirra í seinni hálfleik. Þeir fóru að skjóta mikið úr vonlausum færum og misstu boltann alltof oft sem varð til þess að Framararnir keyrðu hratt í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Aðeins ein umferð er eftir af Olís deildinni og verður hún spiluð næstkomandi fimmtudag. Þá munu Framarar halda í Garðabæinn þar sem þeir eiga leik við Stjörnuna. Grótta fær Selfoss í heimsókn í sínum síðasta leik. Eftir leikinn var ljóst að Fram komust ekki áfram í átta liða úrslitin um íslandsmeistaratitilinn þar sem Afturelding gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Vorum bara lélegir Arnar Daði var súr og svekktur í kvöld.vísir/hulda margrét „Við vorum bara lélegir en ég held að það megi alveg koma því áleiðis að síðasta vika var ansi strembin fyrir okkur. Það er búið að vera mikið spennufall að við tryggjum okkur sæti í deildinni þegar tvær vikur eru eftir sem líklega enginn bjóst við fyrir tímabilið.“ „Við lendum í því að Daníel Griffin verður fyrir meiðslum í síðasta leik og er ekki með í undirbúningnum fyrir þennan leik. Síðan missum við Birgi Stein en hann náði ekki neinni æfingu fyrir þennan leik, Hannes er veikur í fyrradag og missti af æfingu, Jóhann Reynir var einnig veikur fyrir undirbúningin fyrir þennan leik. Auðvitað eru þetta nú allt bara einhverjar afsakanir en það er ágætt að halda því til haga áður en menn fara að dæma okkur út frá þessum leik.“ „Ég hefði viljað sjá meiri karakter í dag. Það voru strákar að fá séns bæði varnarlega, þar sem þeir hafa ekki verið að spila vörn allt tímabilið og það er kannski okkur þjálfurunum að kenna. Við höfum svolítið spilað bara á átta eða níu leikmenn í vetur. Síðan lendum við í skakkaföllum fyrir þennan leik en þetta er í fyrsta skipti í vetur þar sem við lendum í svona skakkaföllum.“ „Ég hefði eiginlega viljað fá meira frá öllum, frá þeim sem hafa fengið minni tækifæri í vetur og líka þeim svolítið verið að draga vagninn. Eins og ég var að segja þá náði Birgir Steinn ekki neinni æfingu og ætlaði ekki að vera með en fékk leyfið til að vera með hálftíma fyrir leik og hann gerði sitt besta. Við byrjum leikinn ömurlega og náum svo að minnka þetta í þrjú og við vorum að vonast til þess að mómentið væri með okkur í hálfleik en svo fer þetta allt til fjandans í seinni hálfleik og þá er þetta bara farið. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram Grótta
Fram vann virkilega öruggan tólf marka sigur á Gróttu í dag, 32-20 en þeir voru með yfirhöndina alveg frá fyrstu mínútu. Fram komust strax fjórum mörkum yfir á fyrstu fimm mínútum leiksins og héldu þeir forystu það sem eftir var leiks. Framarar hafa átt erfitt með varnarleik síðustu vikur en það mátti ekki sjá það á þeim í dag. Þeir stilltu virkilega vel upp í vörninni sem gerði það að verkum að markvarslan í dag var hreint út sagt mjög góð. Eftir fimmtán mínútna leik voru Gróttumenn ekki búnir að skora nema tvö mörk og tók því Arnar Daði leikhlé þegar fyrri hálfleikur var rétt um hálfnaður. Grótta lifnuðu aðeins við eftir það en náðu aldrei að minnka muninn í minna en þrjú mörk. Þegar hálfleikur gengur í garð höfðu Grótta náð að bæta við sig níu mörkum og var staðan í hálfleik 14-11, Fram í vil. Það mátti sjá allt sjálfstraust fara úr Gróttu við byrjun seinni hálfleiks en Fram tóku öll völd og komust í átta marka forystu um miðjan seinni hálfleik. Grótta náði aldrei í hælanna á þeim og var eins og þeir höfðu bara gefið upp öndina. Þeir fóru að tapa boltanum sí meira og komu mörg skot upp úr engu. Framarar voru fljótir að hlaupa í sókn og refsa þeim. Fram voru mun grimmari í vörninni og voru fljótari til baka heldur en Grótta. Þeir síðarnefndu höfðu skilið allt sjálfstraust eftir inni í klefa í hálfleik sem varð til þess að þeir töpuðu með tólf mörkum, 32-20. Af hverju vann Fram? Fram voru mun agaðari í dag sem og voru þyrstari í sigurinn. Þeir voru með frábæran varnarleik allan tímann og gáfu ekkert eftir. Markvarslan var töluvert betri hjá heimamönnum sem og sóknarleikurinn. Þeir stilltu vel upp í kerfi og náðu að skapa sér yfirtölu í mörgum sóknum. Fram voru duglegri að keyra í sókn og til baka sem skilaði þeim góðri forystu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fram voru það Lárus Helgi Ólafsson og Andri Már Rúnarsson sem stóðu upp úr. Lárus átti virkilega flottan leik í markinu í dag og tók marga mikilvæga bolta fyrir sitt lið. Hann varði fimmtán bolta í dag sem skilaði honum 45% markvörslu. Andri Már Rúnarsson lék frábærlega í dag en hann var markahæstur í leiknum með níu mörk. Hann spilaði virkilega vel og var lykilmaður í sókn Fram í dag en hann skapaði góð færi fyrir sitt lið og fiskaði meðal annars tvö víti. Í liði Gróttu voru Ágúst Emil Grétarsson og Ólafur Brim Stefánsson markahæstir með sitthvor fjögur mörkin. Ágúst Emil var með 100% nýtingu og kom með virkilega flott tilþrif í leiknum. Hvað gekk illa? Gróttumenn voru ekki alveg að finna sig í dag. Þeir komust strax fjórum mörkum undir á fyrstu fimm mínútunum og má segja að það hafi skapað örlög leiksins. Þeir misstu niður allt sjálfsöryggi í hálfleik og fór klaufaskapur að einkenna leik þeirra í seinni hálfleik. Þeir fóru að skjóta mikið úr vonlausum færum og misstu boltann alltof oft sem varð til þess að Framararnir keyrðu hratt í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Aðeins ein umferð er eftir af Olís deildinni og verður hún spiluð næstkomandi fimmtudag. Þá munu Framarar halda í Garðabæinn þar sem þeir eiga leik við Stjörnuna. Grótta fær Selfoss í heimsókn í sínum síðasta leik. Eftir leikinn var ljóst að Fram komust ekki áfram í átta liða úrslitin um íslandsmeistaratitilinn þar sem Afturelding gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Vorum bara lélegir Arnar Daði var súr og svekktur í kvöld.vísir/hulda margrét „Við vorum bara lélegir en ég held að það megi alveg koma því áleiðis að síðasta vika var ansi strembin fyrir okkur. Það er búið að vera mikið spennufall að við tryggjum okkur sæti í deildinni þegar tvær vikur eru eftir sem líklega enginn bjóst við fyrir tímabilið.“ „Við lendum í því að Daníel Griffin verður fyrir meiðslum í síðasta leik og er ekki með í undirbúningnum fyrir þennan leik. Síðan missum við Birgi Stein en hann náði ekki neinni æfingu fyrir þennan leik, Hannes er veikur í fyrradag og missti af æfingu, Jóhann Reynir var einnig veikur fyrir undirbúningin fyrir þennan leik. Auðvitað eru þetta nú allt bara einhverjar afsakanir en það er ágætt að halda því til haga áður en menn fara að dæma okkur út frá þessum leik.“ „Ég hefði viljað sjá meiri karakter í dag. Það voru strákar að fá séns bæði varnarlega, þar sem þeir hafa ekki verið að spila vörn allt tímabilið og það er kannski okkur þjálfurunum að kenna. Við höfum svolítið spilað bara á átta eða níu leikmenn í vetur. Síðan lendum við í skakkaföllum fyrir þennan leik en þetta er í fyrsta skipti í vetur þar sem við lendum í svona skakkaföllum.“ „Ég hefði eiginlega viljað fá meira frá öllum, frá þeim sem hafa fengið minni tækifæri í vetur og líka þeim svolítið verið að draga vagninn. Eins og ég var að segja þá náði Birgir Steinn ekki neinni æfingu og ætlaði ekki að vera með en fékk leyfið til að vera með hálftíma fyrir leik og hann gerði sitt besta. Við byrjum leikinn ömurlega og náum svo að minnka þetta í þrjú og við vorum að vonast til þess að mómentið væri með okkur í hálfleik en svo fer þetta allt til fjandans í seinni hálfleik og þá er þetta bara farið. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti