Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 18:01 Ljósleiðarinn liggur undir hrauninu við varnargarðinn. Egill Aðalsteinsson Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25