Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2021 13:04 Fjórar af konunum, sem koma að starfsemi Sigurhæða á Selfossi. Frá vinstri, Elísabet Valtýsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands, Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri, Elísabet Lorange, teymisstjóri og Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA. Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA.
Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira