Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2021 13:04 Fjórar af konunum, sem koma að starfsemi Sigurhæða á Selfossi. Frá vinstri, Elísabet Valtýsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands, Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri, Elísabet Lorange, teymisstjóri og Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA. Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA.
Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira