Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2021 13:03 Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi en félagið hennar verður gestgjafi á landsfundinum á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira