„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 15:00 Skæruliðadeild Samherja gerði tilraun til að koma í veg fyrir að Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Vísir Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í samræðum deildarinnar kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans um málið en Kjarninn hefur undir höndum gögn um samskipti meðlima skæruliðadeildarinnar. Þar kemur fram að Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson, tveir meðlimir hinnar svokölluðu skæruliðadeildar, hafi rætt sín á milli um komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þar hafi Páll meðal annars sagt frá samtali sem hann átti við Þorstein Má um prófkjörið og að Þorsteinn, eins og Páll, vilji ekki sjá Njál á efst sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. „Leitt að sjá þetta sé þetta rétt“ Njáll Trausti hefur setið sem þingmaður frá árinu 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sækist nú eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti á dögunum að hann hyggist ekki sitja áfram á þingi. „Mér þykir leitt að sjá þetta sé þetta rétt. Ég held að það sé öllum ljóst að ég er ekki af neinni valdafjölskyldu og ekki með sterka hagsmuni að baki mér, þannig hefur mín pólitík alltaf verið,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Njáll var ekki búinn að sjá umfjöllun Kjarnans um málið og kom það honum því nokkuð opna skjöldu. „Ég trúi því að mín vinna og það sem ég stend fyrir eigi sterkan hljómgrunn, sérstaklega í þessu kjördæmi. Síðan er það þannig að við sem erum í pólitík, það er oft tekist á innan hennar. Ég hef oft heyrt að ég sé handbendi Samherja eða annarra hagsmunaaðila. Sé þetta rétt sem stendur hér í Kjarnanum ætti öllum að vera ljóst að svo er ekki. Ég stend á mínum eigin fótum í pólitík og hef alltaf gert.“ Í kjölfar skilaboðanna um skoðun Þorsteins Más á framboði Njáls svaraði Arna því að enginn vildi sjá Njál í fyrsta sæti á listanum. Páll lofaði þá að ræða málið við áhrifamenn innan flokksins. Vildu fréttamann RÚV ekki sem næsta formann Blaðamannafélagsins Greint var frá því í gær að skæruliðadeild Samherja hafi gert tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl. Deildin vildi reyna að koma í veg fyrir kjör Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á Rúv, og því væri rétt að reyna að hafa áhrif á ritstjóra stærstu einkareknu miðlanna til að fá þá til að þrýsta á sitt fólk til að kjósa Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Hélt skæruliðadeildin því fram að hlyti Sigríður kjör myndi RÚV nota Blaðamannafélagið sér til góðs. Talaði skæruliðanefndin meðal annars um það að hafa samband við fréttamenn á sjálfstætt starfandi miðlum og „smala“ þeim í félagið til þess að kjósa Heimi. Sigríður Dögg var að endingu kjörin nýr formaður félagsins en hún fordæmdi tilraunir Samherja til að hafa áhrif á kjörið í gær. Heimir Már sagði í yfirlýsingu í gær að ef þetta væri rétt væri það hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Í samræðum deildarinnar kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans um málið en Kjarninn hefur undir höndum gögn um samskipti meðlima skæruliðadeildarinnar. Þar kemur fram að Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson, tveir meðlimir hinnar svokölluðu skæruliðadeildar, hafi rætt sín á milli um komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þar hafi Páll meðal annars sagt frá samtali sem hann átti við Þorstein Má um prófkjörið og að Þorsteinn, eins og Páll, vilji ekki sjá Njál á efst sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. „Leitt að sjá þetta sé þetta rétt“ Njáll Trausti hefur setið sem þingmaður frá árinu 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sækist nú eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti á dögunum að hann hyggist ekki sitja áfram á þingi. „Mér þykir leitt að sjá þetta sé þetta rétt. Ég held að það sé öllum ljóst að ég er ekki af neinni valdafjölskyldu og ekki með sterka hagsmuni að baki mér, þannig hefur mín pólitík alltaf verið,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Njáll var ekki búinn að sjá umfjöllun Kjarnans um málið og kom það honum því nokkuð opna skjöldu. „Ég trúi því að mín vinna og það sem ég stend fyrir eigi sterkan hljómgrunn, sérstaklega í þessu kjördæmi. Síðan er það þannig að við sem erum í pólitík, það er oft tekist á innan hennar. Ég hef oft heyrt að ég sé handbendi Samherja eða annarra hagsmunaaðila. Sé þetta rétt sem stendur hér í Kjarnanum ætti öllum að vera ljóst að svo er ekki. Ég stend á mínum eigin fótum í pólitík og hef alltaf gert.“ Í kjölfar skilaboðanna um skoðun Þorsteins Más á framboði Njáls svaraði Arna því að enginn vildi sjá Njál í fyrsta sæti á listanum. Páll lofaði þá að ræða málið við áhrifamenn innan flokksins. Vildu fréttamann RÚV ekki sem næsta formann Blaðamannafélagsins Greint var frá því í gær að skæruliðadeild Samherja hafi gert tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl. Deildin vildi reyna að koma í veg fyrir kjör Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á Rúv, og því væri rétt að reyna að hafa áhrif á ritstjóra stærstu einkareknu miðlanna til að fá þá til að þrýsta á sitt fólk til að kjósa Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Hélt skæruliðadeildin því fram að hlyti Sigríður kjör myndi RÚV nota Blaðamannafélagið sér til góðs. Talaði skæruliðanefndin meðal annars um það að hafa samband við fréttamenn á sjálfstætt starfandi miðlum og „smala“ þeim í félagið til þess að kjósa Heimi. Sigríður Dögg var að endingu kjörin nýr formaður félagsins en hún fordæmdi tilraunir Samherja til að hafa áhrif á kjörið í gær. Heimir Már sagði í yfirlýsingu í gær að ef þetta væri rétt væri það hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar.
Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49