Patrekur: Örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2021 18:15 Patreki Jóhannessyni fannst ekki mikið til spilamennsku Stjörnunnar gegn Þór koma. vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á Þór, 27-23, í dag en fannst spilamennska sinna manna slök. „Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52