Wijnaldum til Barcelona með blessun Messis Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 10:51 Georginio Wijnaldum var kvaddur á Anfield um helgina og leystur út með gjöfum, eftir að liðið tryggði sér 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Andrew Powell Hollenski landsliðsmaðurinn Georginio Wijnaldum mun gera samning við Barcelona sem gildir til sumarsins 2024. Hann fer frítt til félagsins frá Liverpool þar sem samningur hans er að renna út. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira
Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira