Karlarnir sjá bara um þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 07:30 Ég vil búa í opnu og frjálslyndu samfélagi sem leggur áherslu á frelsi og jafnrétti. Ein af hinum eilífðar áskorunum unga fólksins er hvernig skal fara með eigið fé. Þetta er ekki vandamál né umræða sem er ný af nálinni. En hvers vegna nær hún aldrei lengra? Þróun menntakerfisins verður að vera í takt við samfélagið og áskoranir þess. Fjármálin flækjast fyrir mörgum. Það er ekki öllum einfalt að reka eigið fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir að vera harðduglegt fólk með mikinn metnað. Kerfið á það nefnilega til að flækjast líka fyrir. En einstaklingum er líka ekki kennt að fara með eigið fé. Við þurfum að byrja á því að kenna grunnatriði í fjármálum á miðstigi í grunnskólum og aðstoða svo einstaklinga í því að byggja ofan á þá þekkingu. Fjármálalæsi eykur jöfn tækifæri Ef allir einstaklingar fá tækifæri til að sitja við sama borð og fá sömu menntun og þjálfun hlýtur það að vera undir þeim komið hvernig útkoman verður. Uppbygging og tryggð aðgengi að menntakerfinu er besta leiðin til að tryggja öllum jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgir. Með öðrum orðum þá eigum við að hlúa vel að unga fólkinu okkar til að það eigi meiri möguleika á betri framtíð. Við getum notað kennslustundirnar í skólakerfinu á svo markvissari máta og náð betur til einstaklinga. Einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en skólakerfið er ennþá mjög svo kassalaga. Fjármálalæsi eykur jafnrétti kynjanna Samkvæmt hinum ýmsu greiningum og rannsóknum þá fara konur ekki ennþá með jafn mikinn hluta fés og karlar. Konur eru í minnihluta í framkvæmdastjórastöðum og í verulegum minnihluta í kauphöllinni. Ef stelpur fá markvissa þjálfun í að fara með eigið fé eykst jafnrétti. Ef við stuðlum að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um verðbréfamarkaðinn, sem virðist einskorðast við stráka, getum við aukið möguleika þeirra kvenna sem leggja fjármálageirann fyrir sig. Stelpur eru í meirihluta nemenda í háskóla, samt taka þær ennþá frekar lengra fæðingarorlof og sitja í minnihluta í stjórnum fyrirtækja. Einhversstaðar er þröskuldurinn og við þurfum að leita leiða til að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í skólakerfinu! Ungt fólk vill læra um peninga Þetta er borðleggjandi mál. Við heyrum unga fólkið okkar berjast hvað mest fyrir aukinni fræðslu og forvarnir innan skólakerfisins. Hlustum á unga fólkið og gefum þeim tækifæri til að hafa áhrif. Það á að taka því fagnandi þegar ný kynslóð gefur kost á sér í stjórnmálum til að hafa áhrif. Það er merki um að ungt fólk hafi trú á því að á það sé hlustað og að það geti komið í gegn breytingum á samfélaginu. Það er ekki útlit stjórnmálamanna sem skiptir máli en eina leiðin til að breyta stjórnmálunum og færa þau til nútímans er að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og ný vinnubrögð gefi kost á sér. Ég vil auka frelsi og jafnrétti í samfélaginu með því að koma fjármálalæsi markvisst inn í skólakerfið og endurskoða aðalnámskrá grunnskólanna með áskoranir samfélagsins í huga! Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fjármál heimilisins Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil búa í opnu og frjálslyndu samfélagi sem leggur áherslu á frelsi og jafnrétti. Ein af hinum eilífðar áskorunum unga fólksins er hvernig skal fara með eigið fé. Þetta er ekki vandamál né umræða sem er ný af nálinni. En hvers vegna nær hún aldrei lengra? Þróun menntakerfisins verður að vera í takt við samfélagið og áskoranir þess. Fjármálin flækjast fyrir mörgum. Það er ekki öllum einfalt að reka eigið fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir að vera harðduglegt fólk með mikinn metnað. Kerfið á það nefnilega til að flækjast líka fyrir. En einstaklingum er líka ekki kennt að fara með eigið fé. Við þurfum að byrja á því að kenna grunnatriði í fjármálum á miðstigi í grunnskólum og aðstoða svo einstaklinga í því að byggja ofan á þá þekkingu. Fjármálalæsi eykur jöfn tækifæri Ef allir einstaklingar fá tækifæri til að sitja við sama borð og fá sömu menntun og þjálfun hlýtur það að vera undir þeim komið hvernig útkoman verður. Uppbygging og tryggð aðgengi að menntakerfinu er besta leiðin til að tryggja öllum jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgir. Með öðrum orðum þá eigum við að hlúa vel að unga fólkinu okkar til að það eigi meiri möguleika á betri framtíð. Við getum notað kennslustundirnar í skólakerfinu á svo markvissari máta og náð betur til einstaklinga. Einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en skólakerfið er ennþá mjög svo kassalaga. Fjármálalæsi eykur jafnrétti kynjanna Samkvæmt hinum ýmsu greiningum og rannsóknum þá fara konur ekki ennþá með jafn mikinn hluta fés og karlar. Konur eru í minnihluta í framkvæmdastjórastöðum og í verulegum minnihluta í kauphöllinni. Ef stelpur fá markvissa þjálfun í að fara með eigið fé eykst jafnrétti. Ef við stuðlum að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um verðbréfamarkaðinn, sem virðist einskorðast við stráka, getum við aukið möguleika þeirra kvenna sem leggja fjármálageirann fyrir sig. Stelpur eru í meirihluta nemenda í háskóla, samt taka þær ennþá frekar lengra fæðingarorlof og sitja í minnihluta í stjórnum fyrirtækja. Einhversstaðar er þröskuldurinn og við þurfum að leita leiða til að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í skólakerfinu! Ungt fólk vill læra um peninga Þetta er borðleggjandi mál. Við heyrum unga fólkið okkar berjast hvað mest fyrir aukinni fræðslu og forvarnir innan skólakerfisins. Hlustum á unga fólkið og gefum þeim tækifæri til að hafa áhrif. Það á að taka því fagnandi þegar ný kynslóð gefur kost á sér í stjórnmálum til að hafa áhrif. Það er merki um að ungt fólk hafi trú á því að á það sé hlustað og að það geti komið í gegn breytingum á samfélaginu. Það er ekki útlit stjórnmálamanna sem skiptir máli en eina leiðin til að breyta stjórnmálunum og færa þau til nútímans er að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og ný vinnubrögð gefi kost á sér. Ég vil auka frelsi og jafnrétti í samfélaginu með því að koma fjármálalæsi markvisst inn í skólakerfið og endurskoða aðalnámskrá grunnskólanna með áskoranir samfélagsins í huga! Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun