NBA dagsins: Dirk mætti og Dallas fór frá Los Angeles með tvo sigra í einvíginu á móti Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 15:01 Luka Doncic hefur ástæðu til að brosa eftir frábæra byrjun Dallas Mavericks í úrslitakeppninni. Getty/Harry How Besti leikmaður í sögu Dallas Mavericks var mættur fyrir aftan bekkinn hjá sínu liði í nótt þegar Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs á Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Staðan er orðin 2-0 fyrir Mavericks. „Það bjuggust örugglega allir við því að við myndum vinna,“ sagði LA Clippers maðurinn Paul George eftir að Clippers tapaði öðrum heimaleiknum í röð en meistaraefnin eru nú komin upp að vegg með næstu tvo leiki á heimavelli Dallas. Dirk Nowitzki var aðalmaðurinn á bak við eina NBA-titil Dallas Mavericks fyrir tíu árum. Hann átti magnaðan 21 árs feril með félaginu. Þótt að enginn sé farinn að tala um titil hjá Dallas liðinu ennþá þá hefur byrjun liðsins í úrslitakeppninni vakið mikla athygli. „Ég er viss um að hann færði okkur lukku með því að vera hér í kvöld,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks. Hann hafði í það minnsta mjög góð áhrif á Luka Doncic sem skoraði 39 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. „Hugarfarið okkar var að fara út á völl, spila af ákveðni og hafa gaman,“ sagði Luka Doncic sem var með þrennu í fyrsta leiknum. „Við megum ekki slaka neitt á. Við vitum hvað þeir geta gert,“ sagði Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig fyrir Dallas. „Þeir eru að spila frjálsir og með mikið sjálfstraust. Ég held að við séum að gefa þeim aðeins of mikið sjálfstraust. Nú er það undir okkur komi að taka það til baka,“ sagði Paul George og þjálfari hans Tyronn Lue er ekkert of stressaður yfir stöðunni. „Ég hef ekki áhyggjur. Þeir unnu tvo leiki á okkar heimavelli og nú þurfum við bara að gera það sama,“ sagði Tyronn Lue. Hér fyrir neðan má svipmyndir frá öllum leikjunum í nótt þar sem Los Angeles Lakers jafnaði metin á móti Phoenix Suns og Brooklyn Nets komst í 2-0 á móti Boston Celtics. Þar eru einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. maí 2021) NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Það bjuggust örugglega allir við því að við myndum vinna,“ sagði LA Clippers maðurinn Paul George eftir að Clippers tapaði öðrum heimaleiknum í röð en meistaraefnin eru nú komin upp að vegg með næstu tvo leiki á heimavelli Dallas. Dirk Nowitzki var aðalmaðurinn á bak við eina NBA-titil Dallas Mavericks fyrir tíu árum. Hann átti magnaðan 21 árs feril með félaginu. Þótt að enginn sé farinn að tala um titil hjá Dallas liðinu ennþá þá hefur byrjun liðsins í úrslitakeppninni vakið mikla athygli. „Ég er viss um að hann færði okkur lukku með því að vera hér í kvöld,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks. Hann hafði í það minnsta mjög góð áhrif á Luka Doncic sem skoraði 39 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. „Hugarfarið okkar var að fara út á völl, spila af ákveðni og hafa gaman,“ sagði Luka Doncic sem var með þrennu í fyrsta leiknum. „Við megum ekki slaka neitt á. Við vitum hvað þeir geta gert,“ sagði Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig fyrir Dallas. „Þeir eru að spila frjálsir og með mikið sjálfstraust. Ég held að við séum að gefa þeim aðeins of mikið sjálfstraust. Nú er það undir okkur komi að taka það til baka,“ sagði Paul George og þjálfari hans Tyronn Lue er ekkert of stressaður yfir stöðunni. „Ég hef ekki áhyggjur. Þeir unnu tvo leiki á okkar heimavelli og nú þurfum við bara að gera það sama,“ sagði Tyronn Lue. Hér fyrir neðan má svipmyndir frá öllum leikjunum í nótt þar sem Los Angeles Lakers jafnaði metin á móti Phoenix Suns og Brooklyn Nets komst í 2-0 á móti Boston Celtics. Þar eru einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. maí 2021)
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira