Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2021 16:01 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni. Vísir/Baldur Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum. Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31