Clark starfaði á fullorðinsárum sem trommari og gekk undir listamannsnafninu Spazzy McGee.
Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að Clark hafi verið hjólandi í norðvesturhluta Chicago á miðvikudaginn þegar hann varð fyrir bíl. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.
School of Rock skartaði leikaranum Jack Black í aðalhlutverki, en myndin kom út 2003.
Black minnist Clark á Instagram-síðu sinni og birti mynd af endurfundum þeirra árið 2018.
School of Rock var eina kvikmyndin á leiklistarferli Clarks.