Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:00 Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn. Þá voru þeir þegar komnir með einkenni Covid-19, sem kom svo síðar í ljós. Vísir Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní
Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37
Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23