Handbolti

Óðinn Þór skoraði fjögur en það dugði ekki til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór í leik með íslenska landsliðinu.
Óðinn Þór í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Óðinn Þór Ríkharðsson átti fínan leik í tapi Holstebro gegn Bjerringbro-Silkeborg í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Lokatölur 30-25 Bjerringbro-Silkeborg í vil sem þýðir að lið Óðins leikur um bronsið.

Gestirnir frá Holstebro voru naumlega betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með einu marki er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan þá 12-13.

Heimamenn tóku hins vegar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skoruðu 18 mörk gegn aðeins 11 hjá gestunum. Lokatölur þar af leiðandi 30-24 heimamönnum í vil.

Óðinn Þór skoraði fjögur mörk úr aðeins fimm skotum í leik dagsins.

Þar sem fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 27-27, er ljóst að Bjerringbro-Silkeborg er komið áfram í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar á meðan Óðinn Þór og félagar leika um bronsið.

Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Álaborg eða GOG kemst í úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×