Breytingarnar eru í takti við áætlun sem samþykkt var í fyrra þegar fyrirkomulag á dýralæknisþjónustu í dreifðum byggðum var endurskoðað. Samhliða fækkun héraðsdýralækna eru verkkaup af dýralæknum í dreifðum byggðum aukin til að tryggja öruggari aðgengi íbúa að dýralæknaþjónustu.
Austurumdæmi verður lagt niður nú um mánaðamótin og skipt upp þannig að nyrðri hluti þess frá Hamarsá mun tilheyra Norðausturumdæmi með umdæmisskrifstofu á Akureyri, en frá Hamarsá og suður um tilheyra Suðurumdæmi með umdæmisskrifstofu á Selfossi.
Héraðsdýralæknar hafa eftirlit með ýmsu í sínum umdæmum eins og sláturdýrum, sláturafurðum og afurðastöðvum, heilbrigði dýra, hirðingu þeirra, aðbúnaði og aðstöðu. Þeir sinna einnig framkvæmd sóttvarnaaðgerða og fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í umdæminu.
Umdæmi héraðsdýralækna á landinu verða því þessi:
Suðvesturumdæmi: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar.
Norðvesturumdæmi: Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.
Norðausturumdæmi: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Fjarðarbyggð, Fljótsdalshreppur,Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Múlaþing (að Hamarsfjarðarlínu), Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur Vopnafjarðarhreppur og Þingeyjarsveit.
Suðurumdæmi: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.