Óléttar konur fá misvísandi skilaboð og upplifa óvissu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2021 07:39 Að þiggja eða þiggja ekki bólusetningu... það er spurningin. Óléttar konur verða að meta það sjálfar hvort þær kjósa að láta bólusetja sig gegn Covid-19, að teknu tilliti til áhættuþátta. Íslenskar leiðbeiningar eru ekki afdráttarlausar, enda takmarkaðar rannsóknir fyrir hendi. Vísi hafa borist ábendingar um að í svokölluðum „bumbuhópum“ sé nú mikið rætt um bólusetningar. Þar er talað um misvísandi skilaboð en á sama tíma og greint hefur verið frá því að Covid-19 geti lagst þung á óléttar konur og aukið líkurnar á fæðingu fyrir settan dag, virðast einhverjar konur hafa fengið þau skilaboð í mæðravernd að þær ættu ekki að þiggja bólusetningu. „Línan er að þetta er einstaklingsbundið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, spurð að því hvort heilsugæslan hafi tekið afstöðu varðandi ráðgjöf um bólusetningar óléttra kvenna. Hún segir að vega og meta þurfi hvert tilfelli, meðal annars með tilliti til þess hversu líkleg konan er að smitast af Covid-19 og hvort hún sé með undirliggjandi áhættuþætti. „Við segjum ekki já eða nei heldur metum hvert tilvik,“ segir hún. Vísbendingar eru uppi um að svokölluð mRNA bóluefni, t.d. frá Pfizer og Moderna, veiti ófæddum börnum vörn og veiti einnig ónæmi í gegnum brjóstagjöf.Vísir/Vilhelm Þurfa óléttar konur að einangra sig? Á vef Embættis landlæknis segir um málið: „Barnshafandi konur má bólusetja ef þær óska eftir því. Þær fylgja þeim hópi sem þær tilheyra fyrir þungun, t.d. heilbrigðisstarfsmenn eða með undirliggjandi áhættuþætti s.s. háþrýsting, en eru ekki taldar í sérstakri áhættu. Það er óhætt að bólusetja konur með barn á brjósti.“ Þá segir á vef heilsugæslunnar, í fróðleiksmola fyrir ljósmæður og heimilislækna: „Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna (Comirnaty® og Covid 19 Vaccine Moderna®) fyrir barnshafandi konur, þar sem þau komu fyrst á markað. Því verða þau notuð fyrir barnshafandi konur hér á landi. Barnshafandi konur eru ekki sérstakur forgangshópur þegar verið er að bólusetja með þessum bóluefnum. Ekki er lagst gegn bólusetningu þungaðra kvenna sem þess óska. Sérstaklega gildir þetta um þær konursem eru með áhættuþætti eða eru í starfi þar sem mælt er með bólusetningu að undangenginni ráðgjöf og upplýstri ákvörðun.“ Undirstrikunin er blaðamanns en í hvorugu tilvikinu hér fyrir ofan virðist beinlínis vera mælt með bólusetningu. Undir þetta tekur Ragnheiður og segir þetta ef til vill benda til þess að óléttar konur ættu að sleppa því að láta bólusetja sig ef þær eru ekki útsettar fyrir smiti eða í áhættuhóp. Ung kona sem Vísir ræddi við í gær segist hins vegar uggandi vegna þeirra afléttinga á sóttvarnaraðgerðum sem standa fyrir dyrum innanlands og ekki síður á landamærunum. Sagðist hún spyrja sig að því hvort óléttar konur sem ekki hefðu verið bólusettar þyrftu nú að fara að einangra sig. Nálgunin ólík milli ríkja Tilkynning frá sóttvarnalækni um bólusetningar óléttra kvenna, sem birtist á vef landlæknis 4. maí síðastliðinn, er einnig nokkuð óljós en þar er talað um að óléttar konur „geti“ þegið bólusetningu: „Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun, en mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Erlendis er sums staðar sama stefna og sums staðar litið á barnshafandi konur sem forgangshóp í COVID-19 bólusetningu. Í einstaka löndum er stefnan að bólusetja ekki barnshafandi konur.“ Skilaboðin eru svipuð á vefsíðum bandarískra og breskra heilbrigðisyfirvalda og í umfjöllun Bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC) um bólusetningar á meðgöngu segir bókstaflega að um sé að ræða persónulegt val. Þar er einstaklingum meðal annars ráðlagt að ræða það við heilbrigðisstarfsmann hvort viðkomandi sé útsettur fyrir smiti, hvort hann sé í áhættuhóp og mögulegan skaða sem Covid-19 kann að valda fóstrinu eða barninu. Á vefsíðu CDC kemur fram að óléttar konur séu í aukinni hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 og undir þetta taka heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi, sem segja óléttar konur í aukinni hættu á að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu af völdum sjúkdómsins og þá séu þær konur sem smitast af Covid-19 á meðgöngu tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að fæða fyrir tímann en aðrar óléttar konur. Áhættan á alvarlegum veikindum sé enn meiri ef ólétta konan er með undirliggjandi sjúkdóm. Hins vegar er ítrekað að þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að bóluefnin gegn Covid-19 séu hættuleg óléttum konum frekar en öðrum, þá liggi niðurstöður yfirstandandi rannsókna ekki fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Vísi hafa borist ábendingar um að í svokölluðum „bumbuhópum“ sé nú mikið rætt um bólusetningar. Þar er talað um misvísandi skilaboð en á sama tíma og greint hefur verið frá því að Covid-19 geti lagst þung á óléttar konur og aukið líkurnar á fæðingu fyrir settan dag, virðast einhverjar konur hafa fengið þau skilaboð í mæðravernd að þær ættu ekki að þiggja bólusetningu. „Línan er að þetta er einstaklingsbundið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, spurð að því hvort heilsugæslan hafi tekið afstöðu varðandi ráðgjöf um bólusetningar óléttra kvenna. Hún segir að vega og meta þurfi hvert tilfelli, meðal annars með tilliti til þess hversu líkleg konan er að smitast af Covid-19 og hvort hún sé með undirliggjandi áhættuþætti. „Við segjum ekki já eða nei heldur metum hvert tilvik,“ segir hún. Vísbendingar eru uppi um að svokölluð mRNA bóluefni, t.d. frá Pfizer og Moderna, veiti ófæddum börnum vörn og veiti einnig ónæmi í gegnum brjóstagjöf.Vísir/Vilhelm Þurfa óléttar konur að einangra sig? Á vef Embættis landlæknis segir um málið: „Barnshafandi konur má bólusetja ef þær óska eftir því. Þær fylgja þeim hópi sem þær tilheyra fyrir þungun, t.d. heilbrigðisstarfsmenn eða með undirliggjandi áhættuþætti s.s. háþrýsting, en eru ekki taldar í sérstakri áhættu. Það er óhætt að bólusetja konur með barn á brjósti.“ Þá segir á vef heilsugæslunnar, í fróðleiksmola fyrir ljósmæður og heimilislækna: „Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna (Comirnaty® og Covid 19 Vaccine Moderna®) fyrir barnshafandi konur, þar sem þau komu fyrst á markað. Því verða þau notuð fyrir barnshafandi konur hér á landi. Barnshafandi konur eru ekki sérstakur forgangshópur þegar verið er að bólusetja með þessum bóluefnum. Ekki er lagst gegn bólusetningu þungaðra kvenna sem þess óska. Sérstaklega gildir þetta um þær konursem eru með áhættuþætti eða eru í starfi þar sem mælt er með bólusetningu að undangenginni ráðgjöf og upplýstri ákvörðun.“ Undirstrikunin er blaðamanns en í hvorugu tilvikinu hér fyrir ofan virðist beinlínis vera mælt með bólusetningu. Undir þetta tekur Ragnheiður og segir þetta ef til vill benda til þess að óléttar konur ættu að sleppa því að láta bólusetja sig ef þær eru ekki útsettar fyrir smiti eða í áhættuhóp. Ung kona sem Vísir ræddi við í gær segist hins vegar uggandi vegna þeirra afléttinga á sóttvarnaraðgerðum sem standa fyrir dyrum innanlands og ekki síður á landamærunum. Sagðist hún spyrja sig að því hvort óléttar konur sem ekki hefðu verið bólusettar þyrftu nú að fara að einangra sig. Nálgunin ólík milli ríkja Tilkynning frá sóttvarnalækni um bólusetningar óléttra kvenna, sem birtist á vef landlæknis 4. maí síðastliðinn, er einnig nokkuð óljós en þar er talað um að óléttar konur „geti“ þegið bólusetningu: „Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun, en mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Erlendis er sums staðar sama stefna og sums staðar litið á barnshafandi konur sem forgangshóp í COVID-19 bólusetningu. Í einstaka löndum er stefnan að bólusetja ekki barnshafandi konur.“ Skilaboðin eru svipuð á vefsíðum bandarískra og breskra heilbrigðisyfirvalda og í umfjöllun Bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC) um bólusetningar á meðgöngu segir bókstaflega að um sé að ræða persónulegt val. Þar er einstaklingum meðal annars ráðlagt að ræða það við heilbrigðisstarfsmann hvort viðkomandi sé útsettur fyrir smiti, hvort hann sé í áhættuhóp og mögulegan skaða sem Covid-19 kann að valda fóstrinu eða barninu. Á vefsíðu CDC kemur fram að óléttar konur séu í aukinni hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 og undir þetta taka heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi, sem segja óléttar konur í aukinni hættu á að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu af völdum sjúkdómsins og þá séu þær konur sem smitast af Covid-19 á meðgöngu tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að fæða fyrir tímann en aðrar óléttar konur. Áhættan á alvarlegum veikindum sé enn meiri ef ólétta konan er með undirliggjandi sjúkdóm. Hins vegar er ítrekað að þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að bóluefnin gegn Covid-19 séu hættuleg óléttum konum frekar en öðrum, þá liggi niðurstöður yfirstandandi rannsókna ekki fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira