Óléttar konur fá misvísandi skilaboð og upplifa óvissu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2021 07:39 Að þiggja eða þiggja ekki bólusetningu... það er spurningin. Óléttar konur verða að meta það sjálfar hvort þær kjósa að láta bólusetja sig gegn Covid-19, að teknu tilliti til áhættuþátta. Íslenskar leiðbeiningar eru ekki afdráttarlausar, enda takmarkaðar rannsóknir fyrir hendi. Vísi hafa borist ábendingar um að í svokölluðum „bumbuhópum“ sé nú mikið rætt um bólusetningar. Þar er talað um misvísandi skilaboð en á sama tíma og greint hefur verið frá því að Covid-19 geti lagst þung á óléttar konur og aukið líkurnar á fæðingu fyrir settan dag, virðast einhverjar konur hafa fengið þau skilaboð í mæðravernd að þær ættu ekki að þiggja bólusetningu. „Línan er að þetta er einstaklingsbundið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, spurð að því hvort heilsugæslan hafi tekið afstöðu varðandi ráðgjöf um bólusetningar óléttra kvenna. Hún segir að vega og meta þurfi hvert tilfelli, meðal annars með tilliti til þess hversu líkleg konan er að smitast af Covid-19 og hvort hún sé með undirliggjandi áhættuþætti. „Við segjum ekki já eða nei heldur metum hvert tilvik,“ segir hún. Vísbendingar eru uppi um að svokölluð mRNA bóluefni, t.d. frá Pfizer og Moderna, veiti ófæddum börnum vörn og veiti einnig ónæmi í gegnum brjóstagjöf.Vísir/Vilhelm Þurfa óléttar konur að einangra sig? Á vef Embættis landlæknis segir um málið: „Barnshafandi konur má bólusetja ef þær óska eftir því. Þær fylgja þeim hópi sem þær tilheyra fyrir þungun, t.d. heilbrigðisstarfsmenn eða með undirliggjandi áhættuþætti s.s. háþrýsting, en eru ekki taldar í sérstakri áhættu. Það er óhætt að bólusetja konur með barn á brjósti.“ Þá segir á vef heilsugæslunnar, í fróðleiksmola fyrir ljósmæður og heimilislækna: „Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna (Comirnaty® og Covid 19 Vaccine Moderna®) fyrir barnshafandi konur, þar sem þau komu fyrst á markað. Því verða þau notuð fyrir barnshafandi konur hér á landi. Barnshafandi konur eru ekki sérstakur forgangshópur þegar verið er að bólusetja með þessum bóluefnum. Ekki er lagst gegn bólusetningu þungaðra kvenna sem þess óska. Sérstaklega gildir þetta um þær konursem eru með áhættuþætti eða eru í starfi þar sem mælt er með bólusetningu að undangenginni ráðgjöf og upplýstri ákvörðun.“ Undirstrikunin er blaðamanns en í hvorugu tilvikinu hér fyrir ofan virðist beinlínis vera mælt með bólusetningu. Undir þetta tekur Ragnheiður og segir þetta ef til vill benda til þess að óléttar konur ættu að sleppa því að láta bólusetja sig ef þær eru ekki útsettar fyrir smiti eða í áhættuhóp. Ung kona sem Vísir ræddi við í gær segist hins vegar uggandi vegna þeirra afléttinga á sóttvarnaraðgerðum sem standa fyrir dyrum innanlands og ekki síður á landamærunum. Sagðist hún spyrja sig að því hvort óléttar konur sem ekki hefðu verið bólusettar þyrftu nú að fara að einangra sig. Nálgunin ólík milli ríkja Tilkynning frá sóttvarnalækni um bólusetningar óléttra kvenna, sem birtist á vef landlæknis 4. maí síðastliðinn, er einnig nokkuð óljós en þar er talað um að óléttar konur „geti“ þegið bólusetningu: „Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun, en mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Erlendis er sums staðar sama stefna og sums staðar litið á barnshafandi konur sem forgangshóp í COVID-19 bólusetningu. Í einstaka löndum er stefnan að bólusetja ekki barnshafandi konur.“ Skilaboðin eru svipuð á vefsíðum bandarískra og breskra heilbrigðisyfirvalda og í umfjöllun Bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC) um bólusetningar á meðgöngu segir bókstaflega að um sé að ræða persónulegt val. Þar er einstaklingum meðal annars ráðlagt að ræða það við heilbrigðisstarfsmann hvort viðkomandi sé útsettur fyrir smiti, hvort hann sé í áhættuhóp og mögulegan skaða sem Covid-19 kann að valda fóstrinu eða barninu. Á vefsíðu CDC kemur fram að óléttar konur séu í aukinni hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 og undir þetta taka heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi, sem segja óléttar konur í aukinni hættu á að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu af völdum sjúkdómsins og þá séu þær konur sem smitast af Covid-19 á meðgöngu tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að fæða fyrir tímann en aðrar óléttar konur. Áhættan á alvarlegum veikindum sé enn meiri ef ólétta konan er með undirliggjandi sjúkdóm. Hins vegar er ítrekað að þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að bóluefnin gegn Covid-19 séu hættuleg óléttum konum frekar en öðrum, þá liggi niðurstöður yfirstandandi rannsókna ekki fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vísi hafa borist ábendingar um að í svokölluðum „bumbuhópum“ sé nú mikið rætt um bólusetningar. Þar er talað um misvísandi skilaboð en á sama tíma og greint hefur verið frá því að Covid-19 geti lagst þung á óléttar konur og aukið líkurnar á fæðingu fyrir settan dag, virðast einhverjar konur hafa fengið þau skilaboð í mæðravernd að þær ættu ekki að þiggja bólusetningu. „Línan er að þetta er einstaklingsbundið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, spurð að því hvort heilsugæslan hafi tekið afstöðu varðandi ráðgjöf um bólusetningar óléttra kvenna. Hún segir að vega og meta þurfi hvert tilfelli, meðal annars með tilliti til þess hversu líkleg konan er að smitast af Covid-19 og hvort hún sé með undirliggjandi áhættuþætti. „Við segjum ekki já eða nei heldur metum hvert tilvik,“ segir hún. Vísbendingar eru uppi um að svokölluð mRNA bóluefni, t.d. frá Pfizer og Moderna, veiti ófæddum börnum vörn og veiti einnig ónæmi í gegnum brjóstagjöf.Vísir/Vilhelm Þurfa óléttar konur að einangra sig? Á vef Embættis landlæknis segir um málið: „Barnshafandi konur má bólusetja ef þær óska eftir því. Þær fylgja þeim hópi sem þær tilheyra fyrir þungun, t.d. heilbrigðisstarfsmenn eða með undirliggjandi áhættuþætti s.s. háþrýsting, en eru ekki taldar í sérstakri áhættu. Það er óhætt að bólusetja konur með barn á brjósti.“ Þá segir á vef heilsugæslunnar, í fróðleiksmola fyrir ljósmæður og heimilislækna: „Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna (Comirnaty® og Covid 19 Vaccine Moderna®) fyrir barnshafandi konur, þar sem þau komu fyrst á markað. Því verða þau notuð fyrir barnshafandi konur hér á landi. Barnshafandi konur eru ekki sérstakur forgangshópur þegar verið er að bólusetja með þessum bóluefnum. Ekki er lagst gegn bólusetningu þungaðra kvenna sem þess óska. Sérstaklega gildir þetta um þær konursem eru með áhættuþætti eða eru í starfi þar sem mælt er með bólusetningu að undangenginni ráðgjöf og upplýstri ákvörðun.“ Undirstrikunin er blaðamanns en í hvorugu tilvikinu hér fyrir ofan virðist beinlínis vera mælt með bólusetningu. Undir þetta tekur Ragnheiður og segir þetta ef til vill benda til þess að óléttar konur ættu að sleppa því að láta bólusetja sig ef þær eru ekki útsettar fyrir smiti eða í áhættuhóp. Ung kona sem Vísir ræddi við í gær segist hins vegar uggandi vegna þeirra afléttinga á sóttvarnaraðgerðum sem standa fyrir dyrum innanlands og ekki síður á landamærunum. Sagðist hún spyrja sig að því hvort óléttar konur sem ekki hefðu verið bólusettar þyrftu nú að fara að einangra sig. Nálgunin ólík milli ríkja Tilkynning frá sóttvarnalækni um bólusetningar óléttra kvenna, sem birtist á vef landlæknis 4. maí síðastliðinn, er einnig nokkuð óljós en þar er talað um að óléttar konur „geti“ þegið bólusetningu: „Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun, en mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Erlendis er sums staðar sama stefna og sums staðar litið á barnshafandi konur sem forgangshóp í COVID-19 bólusetningu. Í einstaka löndum er stefnan að bólusetja ekki barnshafandi konur.“ Skilaboðin eru svipuð á vefsíðum bandarískra og breskra heilbrigðisyfirvalda og í umfjöllun Bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC) um bólusetningar á meðgöngu segir bókstaflega að um sé að ræða persónulegt val. Þar er einstaklingum meðal annars ráðlagt að ræða það við heilbrigðisstarfsmann hvort viðkomandi sé útsettur fyrir smiti, hvort hann sé í áhættuhóp og mögulegan skaða sem Covid-19 kann að valda fóstrinu eða barninu. Á vefsíðu CDC kemur fram að óléttar konur séu í aukinni hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 og undir þetta taka heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi, sem segja óléttar konur í aukinni hættu á að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu af völdum sjúkdómsins og þá séu þær konur sem smitast af Covid-19 á meðgöngu tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að fæða fyrir tímann en aðrar óléttar konur. Áhættan á alvarlegum veikindum sé enn meiri ef ólétta konan er með undirliggjandi sjúkdóm. Hins vegar er ítrekað að þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að bóluefnin gegn Covid-19 séu hættuleg óléttum konum frekar en öðrum, þá liggi niðurstöður yfirstandandi rannsókna ekki fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira