Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 13:00 Lasse Ruud-Hansen, tilvonandi forstjóri Nóa Síríus og Ingvill T. Berg, forstjóri Orkla Confectionery & Snacks. Orkla Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25
Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42