Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2021 13:09 Vogafjós er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum til að heimsækja. Nú vantar þar tíu starfsmenn en ekkert gengur að ráða starfsfólk þannig að sumarið verði fullmannað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira