Lyon þurfti á sigri að halda þegar topplið PSG mætti í heimsókn í kvöld til að hrifsa toppsætið af þeim.
Niðurstaðan varð markalaust jafntefli og því er PSG enn með eins stigs forystu fyrir lokaumferðina.
Seinustu leikir liðanna fara fram á föstudaginn. Lyon tekur á móti Fleury Merogis U.S sem situr í níunda sæti deildarinnar. Þar þarf Lyon á sigri að halda og vona að PSG vinni ekki Dijon FCO, en PSG og Dijon FCO mætast á sama tíma og leikur Lyon og Fleury Merogis U.S fer fram.