„Allir leikir drulluerfiðir í þessari deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2021 21:51 Pálmi Rafn var ánægður með fyrsta heimasigur KR í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mjög mikilvægt, við erum ekki búnir að vera nógu effektívir hérna á heimavelli þannig að loksins kom að því. Þetta er kærkominn sigur, léttir, og gott að ná heimasigri,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-1 sigur liðins á ÍA á Meistaravöllum í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira