Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2021 23:31 Rúnar Sigtryggsson lét óánægju sína í ljós í þætti Seinni bylgjunnar á föstudaginn. Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tækifæri á að stela sigrinum. Garðar Már fann þá Þórð Tandra inni á línunni og Þórður skoraði. Það virtist þó vera brotið á Þórði, en í staðin fyrir að dæma víti eða leyfa markinu að standa, dæmdu dómarar leiksins aukakast. Gestirnir þurftu að reyna skot úr aukakastinu þegar tíminn var búinn sem sigldi framhjá markinu. Klippa: Rúnar ósáttur með dómara „Þetta er bara ógeðslega lélegt“ Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Þórs skildu ekkert í þessari ákvörðun. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu það ekki heldur. Einar Andri sagði að markið ætti að standa og Rúnar Sigtryggsson sagði atvikið skandal. „Það átti auðvitað bara að dæma mark,“ sagði Einar Andri. “Hann er bara of fljótur að dæma og alveg á „crucial“ mómenti, því miður. Þetta átti bara að vera sigurmark hjá Þór.“ Rúnar Sigtryggsson greip þá boltann og fór lengra í sinni ræðu. „Þetta er ekkert því miður,“ sagði Rúnar. „Þetta er bara skandall að dæma þetta. Það er bara ósköp einfalt. Hann er kominn með vítið og það hefur aldrei verið flautað svona snemma.“ „Þetta er eiginlega meira viljaverk heldur en að þetta séu mistök finnst mér. Þetta er bara svo borðleggjandi hvað þetta eru mikil mistök og bara lélegt. Þetta er bara ógeðslega lélegt.“ Dómarar leiksins voru að dæma sinn fyrsta leik í Olís deild karla og Einar Andri hrósaði þeim fyrir flest annað í leiknum. „Þeir dæmdu leikinn vel en það eru þessi stóru augnablik sem þurfa að vera í lagi. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir dæma og eru búnir að vera að standa sig vel í vetur í kvennadeildinni og neðri deildunum og fá þess vegna tækifærið.“ „En þetta er auðvitað bara mark eða vítakast og menn taka það út úr leiknum þó að þeir hafi dæmt vel fram að því.“ „Menn verða að fá tækifæri til að taka þessa leiki og gera mistök líka til þess að verða betri. Þeir munu pottþétt ekki klikka á þessu aftur.“ Rúnar hélt þá áfram að láta í sér heyra og var ekki alveg sammála kollega sínum. „Þeir gera mistök og þetta eru „crucial“ mistök og það er allt í lagi að tala um það. Þetta er orðin einhver mest verndaða stétt landsins, dómarar í handbolta. Það er ekkert að fleyta þeima áfram.“ „Erum við með dómara á alþjóðamótum? Nei, ekki lengur. Hérna fyrir löngu síðan þá gáfu menn dómurum einkunn í blaðaskrifunum og þá vorum við með dómara á lokamótum.“ „Þetta er orðið eitthvað svo verndað. Mér finnst allt í lagi að segja „Þið dæmduð vel en þetta er mikilvægt“. Það er allt í lagi að segja það.“ Atvikið og umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira