Samherji bað Lilju um útskýringu á ummælum hennar Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 19:22 Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Spurði hann hvort hún ætti til að mynda við þá ákvörðun stjórnenda Samherja að vísa ummælum starfsmanna Ríkisútvarpsins til stjórnar þess. Hvort hún ætti við umfjöllun Samherja um það að stjórn RÚV hefði sagt Helga Seljan hafa brotið gegn siðareglum Ríkisútvarpsins, eða hvort það hafi verið myndbandsgerð Samherja í kjölfar þess úrskurðar stjórnarinnar. Sjá einnig: Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa „Þess er óskað að þér útskýrið af töluverðri nákvæmni ummæli yðar á þingi um þessi efni,“ skrifaði Arnar, samkvæmt frétt Kjarnans, og bað hann um svar innan viku. Kjarninn fékk bréfið afhent frá ráðuneytinu í dag og hefur miðillinn eftir Lilju að hún hafi ekki svarað bréfinu og er haft eftir henni sjálfri að brýnni mál hefi verið sett í forgang. Í bréfinu segir Arnar það einnig hafa vakið athygli að Lilja hafi lýst yfir stuðningi við Ríkisútvarpið og stjórnendur þess. Spurði hann hvort siðareglubrot Helga skiptu Lilju engu máli. Hann spurði einnig hvort viðbrögð stjórnenda Ríkisútvarpsins skiptu heldur engu máli. Vísaði hann þar til ummæla Marðar Árnasonar, sem er í stjórn RÚV, í viðtali við Mannlíf þar sem hann sagðist túlka bréf stjórnarinnar til Samherja á þann veg að stjórnin væri að segja: „Fokkið ykkur“. Sjá einnig: Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Í gær var birt yfirlýsing á vef Samherja þar sem stóð berum orðum að félagið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjöllun um það. Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51 Hefur áhyggjur af afskiptum af komandi kosningum Píratar hafa farið fram á að Öryggis- og framfarastofnun Evrópu sinni kosningaeftirliti í komandi alþingiskosningum. 26. maí 2021 19:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Spurði hann hvort hún ætti til að mynda við þá ákvörðun stjórnenda Samherja að vísa ummælum starfsmanna Ríkisútvarpsins til stjórnar þess. Hvort hún ætti við umfjöllun Samherja um það að stjórn RÚV hefði sagt Helga Seljan hafa brotið gegn siðareglum Ríkisútvarpsins, eða hvort það hafi verið myndbandsgerð Samherja í kjölfar þess úrskurðar stjórnarinnar. Sjá einnig: Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa „Þess er óskað að þér útskýrið af töluverðri nákvæmni ummæli yðar á þingi um þessi efni,“ skrifaði Arnar, samkvæmt frétt Kjarnans, og bað hann um svar innan viku. Kjarninn fékk bréfið afhent frá ráðuneytinu í dag og hefur miðillinn eftir Lilju að hún hafi ekki svarað bréfinu og er haft eftir henni sjálfri að brýnni mál hefi verið sett í forgang. Í bréfinu segir Arnar það einnig hafa vakið athygli að Lilja hafi lýst yfir stuðningi við Ríkisútvarpið og stjórnendur þess. Spurði hann hvort siðareglubrot Helga skiptu Lilju engu máli. Hann spurði einnig hvort viðbrögð stjórnenda Ríkisútvarpsins skiptu heldur engu máli. Vísaði hann þar til ummæla Marðar Árnasonar, sem er í stjórn RÚV, í viðtali við Mannlíf þar sem hann sagðist túlka bréf stjórnarinnar til Samherja á þann veg að stjórnin væri að segja: „Fokkið ykkur“. Sjá einnig: Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Í gær var birt yfirlýsing á vef Samherja þar sem stóð berum orðum að félagið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjöllun um það.
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51 Hefur áhyggjur af afskiptum af komandi kosningum Píratar hafa farið fram á að Öryggis- og framfarastofnun Evrópu sinni kosningaeftirliti í komandi alþingiskosningum. 26. maí 2021 19:34 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24
Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51
Hefur áhyggjur af afskiptum af komandi kosningum Píratar hafa farið fram á að Öryggis- og framfarastofnun Evrópu sinni kosningaeftirliti í komandi alþingiskosningum. 26. maí 2021 19:34
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent