Samherji bað Lilju um útskýringu á ummælum hennar Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 19:22 Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Spurði hann hvort hún ætti til að mynda við þá ákvörðun stjórnenda Samherja að vísa ummælum starfsmanna Ríkisútvarpsins til stjórnar þess. Hvort hún ætti við umfjöllun Samherja um það að stjórn RÚV hefði sagt Helga Seljan hafa brotið gegn siðareglum Ríkisútvarpsins, eða hvort það hafi verið myndbandsgerð Samherja í kjölfar þess úrskurðar stjórnarinnar. Sjá einnig: Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa „Þess er óskað að þér útskýrið af töluverðri nákvæmni ummæli yðar á þingi um þessi efni,“ skrifaði Arnar, samkvæmt frétt Kjarnans, og bað hann um svar innan viku. Kjarninn fékk bréfið afhent frá ráðuneytinu í dag og hefur miðillinn eftir Lilju að hún hafi ekki svarað bréfinu og er haft eftir henni sjálfri að brýnni mál hefi verið sett í forgang. Í bréfinu segir Arnar það einnig hafa vakið athygli að Lilja hafi lýst yfir stuðningi við Ríkisútvarpið og stjórnendur þess. Spurði hann hvort siðareglubrot Helga skiptu Lilju engu máli. Hann spurði einnig hvort viðbrögð stjórnenda Ríkisútvarpsins skiptu heldur engu máli. Vísaði hann þar til ummæla Marðar Árnasonar, sem er í stjórn RÚV, í viðtali við Mannlíf þar sem hann sagðist túlka bréf stjórnarinnar til Samherja á þann veg að stjórnin væri að segja: „Fokkið ykkur“. Sjá einnig: Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Í gær var birt yfirlýsing á vef Samherja þar sem stóð berum orðum að félagið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjöllun um það. Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51 Hefur áhyggjur af afskiptum af komandi kosningum Píratar hafa farið fram á að Öryggis- og framfarastofnun Evrópu sinni kosningaeftirliti í komandi alþingiskosningum. 26. maí 2021 19:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Spurði hann hvort hún ætti til að mynda við þá ákvörðun stjórnenda Samherja að vísa ummælum starfsmanna Ríkisútvarpsins til stjórnar þess. Hvort hún ætti við umfjöllun Samherja um það að stjórn RÚV hefði sagt Helga Seljan hafa brotið gegn siðareglum Ríkisútvarpsins, eða hvort það hafi verið myndbandsgerð Samherja í kjölfar þess úrskurðar stjórnarinnar. Sjá einnig: Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa „Þess er óskað að þér útskýrið af töluverðri nákvæmni ummæli yðar á þingi um þessi efni,“ skrifaði Arnar, samkvæmt frétt Kjarnans, og bað hann um svar innan viku. Kjarninn fékk bréfið afhent frá ráðuneytinu í dag og hefur miðillinn eftir Lilju að hún hafi ekki svarað bréfinu og er haft eftir henni sjálfri að brýnni mál hefi verið sett í forgang. Í bréfinu segir Arnar það einnig hafa vakið athygli að Lilja hafi lýst yfir stuðningi við Ríkisútvarpið og stjórnendur þess. Spurði hann hvort siðareglubrot Helga skiptu Lilju engu máli. Hann spurði einnig hvort viðbrögð stjórnenda Ríkisútvarpsins skiptu heldur engu máli. Vísaði hann þar til ummæla Marðar Árnasonar, sem er í stjórn RÚV, í viðtali við Mannlíf þar sem hann sagðist túlka bréf stjórnarinnar til Samherja á þann veg að stjórnin væri að segja: „Fokkið ykkur“. Sjá einnig: Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Í gær var birt yfirlýsing á vef Samherja þar sem stóð berum orðum að félagið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjöllun um það.
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51 Hefur áhyggjur af afskiptum af komandi kosningum Píratar hafa farið fram á að Öryggis- og framfarastofnun Evrópu sinni kosningaeftirliti í komandi alþingiskosningum. 26. maí 2021 19:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24
Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. 27. maí 2021 23:51
Hefur áhyggjur af afskiptum af komandi kosningum Píratar hafa farið fram á að Öryggis- og framfarastofnun Evrópu sinni kosningaeftirliti í komandi alþingiskosningum. 26. maí 2021 19:34