Ekki gleyma okkur – við eigum mikið undir! Laufey Sif Lárusdóttir skrifar 1. júní 2021 06:02 Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun